Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 10:19 Dæmi eru um að göngumenn hafi farið yfir lögregluborða sem settir hafa verið upp til öryggis á gossvæðinu. Vísir/Vilhelm Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. „Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
„Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira