Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 13:52 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir von á um tuttugu þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu. Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10