„Ung móðir og á lausu“ Lúðvík Júlíusson skrifar 14. júní 2021 13:00 Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun