Skoðun

Breyting á reglum Vinnumálastofnun fyrir menntaskólafólk

Sesar Logi Hreinsson skrifar

Fyrir um ári síðan var ég einn af þeim sem voru atvinnulausir. Fyrir ári síðan var staðan hjá mér svo slæm að ég þurfti að lifa á orlofinu sem ég fékk í maí sen dugði mér ekki einu sinni út júní. Þegar að ég hafði samband við Vinnumálastofnun var mér sagt að vegna þess að ég væri skráður í menntaskóla en ekki í háskóla þá fengi ég ekki atvinnuleysisbætur. Mér var sagt að ég þyrfti að fá vinnu hjá mínu sveitarfélagi en þar var engin auglýst vinna sem ætluð var námsfólki eins og ég var á þeim tíma. Þar sem að sú regla er hjá Vinnumálastofnun að hjálpa þeim sem eru í háskóla en ekki menntaskóla með því að veita þeim atvinnuleysisbætur finnst mér til skammar þar sem verið er í raun að segja að menntaskólanemar þurfi að finna sér vinnu en ekki háskólanemar þurfa þess ekki. Mér finnst að til þess að menntaskólanemar lendi ekki í sömu stöðu og ég þá þarf að breyta þeirri reglu um að ef þau eru skráð í menntaskóla á haustönn þá eiga þau líka rétt á atvinnuleysisbótum og bara líka ef þau eru skráð í menntaskóla yfir höfuð.

Höfundur er stúdent.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×