„Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 09:26 Pétur Jóhann segir að það hafi verið viðbrigði að fara úr því að vera launþegi yfir í að fá eingöngu verktakagreiðslur. „Ég er sorglega skoðanalaus,“ segir segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann segist sannfærður um að hann hafi verið hirðfífl í fyrra lífi. „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira. 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira.
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira