Samningslausir sjómenn og viljalausir útgerðarmenn Guðmundur Helgi Þórarinsson, Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson skrifa 23. júní 2021 10:01 Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar