Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Óttar Kolbeinsson Proppé og Birgir Olgeirsson skrifa 23. júní 2021 21:28 Ingibjörg Salóme er verkefnastjóri hjá heilsugæslunni og sér um skimunarverkefnið við landamærin. vísir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. Ferðamannastraumurinn til landsins hefur aukist talsvert síðustu vikur en í gær komu um fjögur þúsund manns til landsins. Hlutfall bólusettra og þeirra sem eru með mótefnavottorð er um 80 prósent af þeim. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skipuleggur sýnatökur á Keflavíkurflugvelli. „Við höfum bara ekki starfsfólk til að sinna öllum þessum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg Salóme. „Þeim fjölgar stöðugt og við erum bara ekki að ná að ráða í allar þessar stöður sem þyrfti til að taka sýni og fara yfir öll vottorð.“ Verkefnið færist til Landspítalans Sóttvarnalæknir hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Álagið hefur verið að stigmagnast í sýnatökum og ef við hættum til dæmis ekki að taka sýni úr bólusettum og þeim sem hafa smitast þá verður eitthvað undan að láta, held ég,“ sagði Ingibjörg Salóme. Karl G Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar.mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson Íslensk erfðagreining hefur hjálpað við landamæraskimanirnar. Um mánaðamótin flyst verkefnið þó alfarið til sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. „Við núverandi aðstæður þá yrði það mjög mikið álag á deildina ef að þannig héldi áfram og það yrði aukning á því,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar. „Það er möguleiki að það verði breytt um skilyrði fyrir skimanirnar sem myndi þá létta töluvert á. Þar að auki eigum við von á öðru greiningartæki, samskonar og við erum með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilsugæsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ferðamannastraumurinn til landsins hefur aukist talsvert síðustu vikur en í gær komu um fjögur þúsund manns til landsins. Hlutfall bólusettra og þeirra sem eru með mótefnavottorð er um 80 prósent af þeim. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skipuleggur sýnatökur á Keflavíkurflugvelli. „Við höfum bara ekki starfsfólk til að sinna öllum þessum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg Salóme. „Þeim fjölgar stöðugt og við erum bara ekki að ná að ráða í allar þessar stöður sem þyrfti til að taka sýni og fara yfir öll vottorð.“ Verkefnið færist til Landspítalans Sóttvarnalæknir hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Álagið hefur verið að stigmagnast í sýnatökum og ef við hættum til dæmis ekki að taka sýni úr bólusettum og þeim sem hafa smitast þá verður eitthvað undan að láta, held ég,“ sagði Ingibjörg Salóme. Karl G Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar.mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson Íslensk erfðagreining hefur hjálpað við landamæraskimanirnar. Um mánaðamótin flyst verkefnið þó alfarið til sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. „Við núverandi aðstæður þá yrði það mjög mikið álag á deildina ef að þannig héldi áfram og það yrði aukning á því,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar. „Það er möguleiki að það verði breytt um skilyrði fyrir skimanirnar sem myndi þá létta töluvert á. Þar að auki eigum við von á öðru greiningartæki, samskonar og við erum með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilsugæsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira