Ungverjar yfir í flestar mínútur í Dauðariðlinum en fóru samt ekki áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 13:01 Ungverjar stóðu sig frábærlega en héldu ekki út á móti Þjóðverjum og því fór sem fór. AP/Lukas Barth Íslandsbanarnir í Ungverjalandi voru nálægt því að komast áfram í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í gærkvöldi en þýskt mark í blálokin breytti öllu. Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira