Tónlistarkonan Cell7: Kaflaskipti, nýtt lag og ný plata Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. júní 2021 06:01 Nýjasta lag Cell7, Its Complicated, kom út á miðnætti á streymisveitum en lagið er fyrsta lag af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunnar. Juliette Rowland “Bíddu, ha! Eru liðin tvö ár? Ég sem ætlaði aldrei að vera í pásu,” segir Ragna Kjartansdóttir í samtali við Vísi. Á miðnætti sendi hún frá sér lagið It's Complicated sem er fyrsta lag Cell7 af væntanlegri breiðskífu. Alltaf að semja og skapa Ragna hefur þó aldeilis ekki setið auðum höndum síðan hún gaf út síðustu plötu árið 2019. Í millitíðinni hefur hún unnið sem hljóðhönnuður og í öðrum tónlistartengdum verkefnum eins og sjónvarpsþáttaröðunum Broti og Kötlu. Ragna og tónlistarkonan Hildur stofnuðu einnig hljómsveitina Red Riot fyrr á árinu þar sem Ragna segist hafa svalað þörf sinni fyrir að semja tónlist og skapa. Það var líka gott að hafa fengið útrás í því að semja saman danstónlist á þessum tíma þar sem að við komumst aldrei út á djammið. Við erum núna búnar að gefa út tvö lög og vinnum að breiðskífu. Í raun mætti segja að nýja Cell7 lagið sé þriðja lagið sem ég gef út síðan 2019. Mikil orka fór í að vinna í gegnum persónulega erfiðleika og vonbrigði Síðasta plata Cell7, Is Anybody Listening, kom út árið 2019 og vakti platan gríðarlega mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Platan vann Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta hiphop- og rappplata ársins og var einnig tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) sama ár. Ragna segir það vissulega hafa verið erfitt að hafa ekki getað fylgt plötunni eftir eins og lá fyrir en heimsfaraldurinn setti þar stórt strik í reikninginn. ”Allt 2020 fór í vaskinn hjá mér, það var búið að leggja upp allt árið í tónleikaferðalögum og viðburðum. Það sem stendur upp úr er að ég átti þá að spila erlendis nokkrum sinnum í mánuði það ár en það hefur bara aldrei gerst á mínum tónlistarferli. Þannig að þetta var vissulega mjög mikill skellur fyrir mig og mitt crew. Á sama tíma var ég persónulega að ganga í gegnum erfitt tímabil en það tók mikinn tíma og það fór orka í að vinna sig í gegnum öll þessi vonbrigði. Ragna segir nýju plötuna ekki muni hljóma eins og neitt sem hún hafi gefið út áður. Juliette Rowland Það sem koma skal er mjög ólíkt fyrri verkum Hvers er að v ænta af nýju plötunni? Verður hún í svipaðri stemningu og sú síðasta? “Nýja platan mun ekki hljóma eins og neitt sem ég hef áður gefið út frá mér. Nýjasta lagið mitt er eflaust eitthvað sem mátti svo sem búast við af mér og mínum hljóðheim en það sem koma skal er mjög ólíkt þessu eins og staðan er núna.” Ég er að vinna í svo skemmtilegum og þroskandi samstörfum og virðast þau draga fram í mér allskonar sem ég þorði ekki áður. Það er fátt skemmtilegra en að vinna með kláru fólki sem maður tengir við. Fólki sem dregur bæði fram það besta og versta í manni. Semur þú alla textana þína sjálf? “Já, þegar kemur að Cell7 þá geri ég það. Red Riot samstarf okkar Hildar er svolítið öðruvísi, þar erum við að semja saman viðlög og kafla en þegar kemur að rappi þá sem ég það nú oftast sjálf.” Um hvað fjallar nýja lagið Its Complicated? Það er flókið, eins og titillinn gefur til kynna. Bara hlusta og njóta. Svo dæmir hver fyrir sig. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Its Comlicated en lagið er afrakstur samstarfs Rögnu og pródúsersins Young Nazareth (Arnars Inga) – sem meðal annars vakti athygli fyrir aðkomu sína að plötu GDRN. Aðrir sem komu að útgáfu lagsins eru trommarinn Kristófer Rodriguez, Friðfinnur Oculus sem hljóðblandaði og tónjafnaði lagið og hönnuðurinn Eysteinn Þórðarson sem hannaði útlit smáskífunnar.Eysteinn Þórðarson Tónlist Menning Tengdar fréttir „Við erum að byrja byltingu“ Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. 23. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Alltaf að semja og skapa Ragna hefur þó aldeilis ekki setið auðum höndum síðan hún gaf út síðustu plötu árið 2019. Í millitíðinni hefur hún unnið sem hljóðhönnuður og í öðrum tónlistartengdum verkefnum eins og sjónvarpsþáttaröðunum Broti og Kötlu. Ragna og tónlistarkonan Hildur stofnuðu einnig hljómsveitina Red Riot fyrr á árinu þar sem Ragna segist hafa svalað þörf sinni fyrir að semja tónlist og skapa. Það var líka gott að hafa fengið útrás í því að semja saman danstónlist á þessum tíma þar sem að við komumst aldrei út á djammið. Við erum núna búnar að gefa út tvö lög og vinnum að breiðskífu. Í raun mætti segja að nýja Cell7 lagið sé þriðja lagið sem ég gef út síðan 2019. Mikil orka fór í að vinna í gegnum persónulega erfiðleika og vonbrigði Síðasta plata Cell7, Is Anybody Listening, kom út árið 2019 og vakti platan gríðarlega mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Platan vann Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta hiphop- og rappplata ársins og var einnig tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) sama ár. Ragna segir það vissulega hafa verið erfitt að hafa ekki getað fylgt plötunni eftir eins og lá fyrir en heimsfaraldurinn setti þar stórt strik í reikninginn. ”Allt 2020 fór í vaskinn hjá mér, það var búið að leggja upp allt árið í tónleikaferðalögum og viðburðum. Það sem stendur upp úr er að ég átti þá að spila erlendis nokkrum sinnum í mánuði það ár en það hefur bara aldrei gerst á mínum tónlistarferli. Þannig að þetta var vissulega mjög mikill skellur fyrir mig og mitt crew. Á sama tíma var ég persónulega að ganga í gegnum erfitt tímabil en það tók mikinn tíma og það fór orka í að vinna sig í gegnum öll þessi vonbrigði. Ragna segir nýju plötuna ekki muni hljóma eins og neitt sem hún hafi gefið út áður. Juliette Rowland Það sem koma skal er mjög ólíkt fyrri verkum Hvers er að v ænta af nýju plötunni? Verður hún í svipaðri stemningu og sú síðasta? “Nýja platan mun ekki hljóma eins og neitt sem ég hef áður gefið út frá mér. Nýjasta lagið mitt er eflaust eitthvað sem mátti svo sem búast við af mér og mínum hljóðheim en það sem koma skal er mjög ólíkt þessu eins og staðan er núna.” Ég er að vinna í svo skemmtilegum og þroskandi samstörfum og virðast þau draga fram í mér allskonar sem ég þorði ekki áður. Það er fátt skemmtilegra en að vinna með kláru fólki sem maður tengir við. Fólki sem dregur bæði fram það besta og versta í manni. Semur þú alla textana þína sjálf? “Já, þegar kemur að Cell7 þá geri ég það. Red Riot samstarf okkar Hildar er svolítið öðruvísi, þar erum við að semja saman viðlög og kafla en þegar kemur að rappi þá sem ég það nú oftast sjálf.” Um hvað fjallar nýja lagið Its Complicated? Það er flókið, eins og titillinn gefur til kynna. Bara hlusta og njóta. Svo dæmir hver fyrir sig. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Its Comlicated en lagið er afrakstur samstarfs Rögnu og pródúsersins Young Nazareth (Arnars Inga) – sem meðal annars vakti athygli fyrir aðkomu sína að plötu GDRN. Aðrir sem komu að útgáfu lagsins eru trommarinn Kristófer Rodriguez, Friðfinnur Oculus sem hljóðblandaði og tónjafnaði lagið og hönnuðurinn Eysteinn Þórðarson sem hannaði útlit smáskífunnar.Eysteinn Þórðarson
Tónlist Menning Tengdar fréttir „Við erum að byrja byltingu“ Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. 23. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum að byrja byltingu“ Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. 23. febrúar 2021 21:21