Fimm sem stálu fyrirsögnunum í þriðju umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 23:00 Emil Forsberg var frábær er Svíþjóð tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum EM. Igor Russak/Getty Images Riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu er nú lokið. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn stálu fyrirsögnunum er við komumst að því hvaða 16 lið komust upp úr riðlunum. 5. Steven Zuber [Sviss] Þó Xerdan Shaqiri hafi skorað tvennu í 3-1 sigri Sviss á Tyrklandi og þannig séð til þess að liðið endaði með fjögur stig í 3. sæti A-riðils og þar með tryggt sér farseðil í 16-liða úrslit þá fær vinstri vængbakvörðurinn Zuber hrósið. Ástæðan er einföld, þessi 29 ára gamli leikmaður Eintracht Frankfurt lagði upp öll þrjú mörk Sviss gegn Tyrklandi. Hann þarf að eiga aðra slíka frammistöðu í 16-liða úrslitum en þar bíða heimsmeistarar Frakka. 4. Martin Dúbravka [Slóvakía] Dúbravka varði víti í 0-5 tapi gegn Spánverjum en hann mun aldrei á lífsleiðinni gleyma fyrsta marki leiksins. Það fer í sögubækurnar sem eitthvað alklaufalegasta mark sem markvörður hefur fengið á sig. 3. Mikkel Damsgaard [Danmörk] Þessi tvítugi leikmaður kom Dönum á bragðið gegn Rússum í leik sem heimamenn URÐU að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Markið var einkar glæsilegt og með því varð hann um leið yngsti leikmaðurinn til að skora á EM í sumar sem og fyrsti leikmaðurinn fæddur á þessari öld til að skora á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Þá segir slúðrið að Barcelona sé að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni sem spilar í dag með Sampdoria á Ítalíu. Mikkel Damsgaard is the first ever player to score at the European Championships who was born in the 21st century.The youngest scorer at the tournament so far. pic.twitter.com/1dVnOQv3np— Squawka Football (@Squawka) June 21, 2021 2. Cristiano Ronaldo [Portúgal] Skoraði bæði mörk Portúgals í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi og er nú markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk. Þá er hann jafn Ali Daei frá Íran yfir markahæstu landsliðsmenn allra tíma með 109 mörk. Ótrúlegur markaskorari og ótrúlegur leikmaður, flóknara er það ekki. Goal machine Cristiano Ronaldo doing his thing... 178 caps 109 goals#EURO2020 | #POR | @selecaoportugal pic.twitter.com/kybDLZgdRz— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 1. Emil Forsberg / Dejan Kulusevski [Svíþjóð] Potturinn og pannan í sóknarleik Svíþjóðar. Alexander Isak hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn en það hinn ljóshærði Forsberg er ástæðan fyrir því að Svíþjóð er komið áfram. Hinn 29 ára gamli leikmaður spilar með RB Leipzig og er því í töluvert öðru hlutverki þar heldur en í hinu klassíska 4-4-2 leikkerfi Svía. Forsberg kann þó vel við sig hjá báðum liðum og sýndi sparihliðarnar er hann skoraði tvö fyrstu mörk Svía í 3-2 sigri á Póllandi. Þá er vert að minnast á Dejan Kulusevksi – leikmann Juventus – sem fékk kórónuveiruna skömmu fyrir mót. Hann hefur náð fullum bata og spilaði 35 mínútur gegn Póllandi. segja má að hann hafi nýtt þær ágætlega en hann lagði upp annað mark Svía sem og sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
5. Steven Zuber [Sviss] Þó Xerdan Shaqiri hafi skorað tvennu í 3-1 sigri Sviss á Tyrklandi og þannig séð til þess að liðið endaði með fjögur stig í 3. sæti A-riðils og þar með tryggt sér farseðil í 16-liða úrslit þá fær vinstri vængbakvörðurinn Zuber hrósið. Ástæðan er einföld, þessi 29 ára gamli leikmaður Eintracht Frankfurt lagði upp öll þrjú mörk Sviss gegn Tyrklandi. Hann þarf að eiga aðra slíka frammistöðu í 16-liða úrslitum en þar bíða heimsmeistarar Frakka. 4. Martin Dúbravka [Slóvakía] Dúbravka varði víti í 0-5 tapi gegn Spánverjum en hann mun aldrei á lífsleiðinni gleyma fyrsta marki leiksins. Það fer í sögubækurnar sem eitthvað alklaufalegasta mark sem markvörður hefur fengið á sig. 3. Mikkel Damsgaard [Danmörk] Þessi tvítugi leikmaður kom Dönum á bragðið gegn Rússum í leik sem heimamenn URÐU að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Markið var einkar glæsilegt og með því varð hann um leið yngsti leikmaðurinn til að skora á EM í sumar sem og fyrsti leikmaðurinn fæddur á þessari öld til að skora á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Þá segir slúðrið að Barcelona sé að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni sem spilar í dag með Sampdoria á Ítalíu. Mikkel Damsgaard is the first ever player to score at the European Championships who was born in the 21st century.The youngest scorer at the tournament so far. pic.twitter.com/1dVnOQv3np— Squawka Football (@Squawka) June 21, 2021 2. Cristiano Ronaldo [Portúgal] Skoraði bæði mörk Portúgals í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi og er nú markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk. Þá er hann jafn Ali Daei frá Íran yfir markahæstu landsliðsmenn allra tíma með 109 mörk. Ótrúlegur markaskorari og ótrúlegur leikmaður, flóknara er það ekki. Goal machine Cristiano Ronaldo doing his thing... 178 caps 109 goals#EURO2020 | #POR | @selecaoportugal pic.twitter.com/kybDLZgdRz— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 1. Emil Forsberg / Dejan Kulusevski [Svíþjóð] Potturinn og pannan í sóknarleik Svíþjóðar. Alexander Isak hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn en það hinn ljóshærði Forsberg er ástæðan fyrir því að Svíþjóð er komið áfram. Hinn 29 ára gamli leikmaður spilar með RB Leipzig og er því í töluvert öðru hlutverki þar heldur en í hinu klassíska 4-4-2 leikkerfi Svía. Forsberg kann þó vel við sig hjá báðum liðum og sýndi sparihliðarnar er hann skoraði tvö fyrstu mörk Svía í 3-2 sigri á Póllandi. Þá er vert að minnast á Dejan Kulusevksi – leikmann Juventus – sem fékk kórónuveiruna skömmu fyrir mót. Hann hefur náð fullum bata og spilaði 35 mínútur gegn Póllandi. segja má að hann hafi nýtt þær ágætlega en hann lagði upp annað mark Svía sem og sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira