Sterkt samstarf frændþjóða Oddný Harðardóttir skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Norðurlandaráð Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun