Sundabraut fái forgang Ólafur Ísleifsson skrifar 27. júní 2021 09:02 Teppurnar í umferðinni má rekja til ákvarðana stjórnvalda. Síðustu tíu árin hefur ríkt stöðvun á framkvæmdum í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má rekja til samkomulags sem gert var á sínum tíma um að veita engu fé til framkvæmda í Reykjavík heldur auka fé til almenningssamgangna í viðleitni til að auka hlutdeild þeirra í ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir liggur að á grundvelli samnings um tíu ára tilraunaverkefni í ofangreindu skyni hafi ríkissjóður frá árinu 2012 styrkt Strætó bs. um nálægt 900 milljónum króna á ári. Milljarðar í súginn Árangurinn af 9-10 milljarða fjáraustri í Strætó og tilheyrandi stöðvun á framkvæmdum liggur fyrir. Árangurinn er minni en enginn. Hlutfall ferða með Strætó hefur haldist fast í 4%. Langvinn stöðvun á framkvæmdum birtist í umferðarteppum, tíma sem fer til spillis, sóun á eldsneyti og aukinni mengun. Brotist úr herkvínni gegn greiðslu lausnargjalds Með samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá september 2019 tókst að brjótast úr viðjum framkvæmdastoppsins og leggja drög að framkvæmdum í samgöngumálum næstu 15 árin. Margt ágætt er að finna í framkvæmdaáætlun samkomulagsins en sá galli er á gjöf Njarðar að um leið og borgarlínan fær þar þungt vægi er Sundabraut ekki talin upp á framkvæmdalistanum. Borgarlínan reyndist lausnargjaldið til að binda endi á tíu ára stöðvun í samgönguframkvæmdum. Ennþá fleiri milljarðar í súginn, nú mældir í tugum Stofnað hefur verið félag Betri samgöngur ohf. sem annast á framkvæmdir. Félagið starfar á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem líka tekur ábyrgð á að verja úr ríkissjóði 50 milljörðum í borgarlínu, kosningamál vinstri flokka í borgarstjórn Reykjavíkur, og láta Keldnaland og e.t.v. hluta af söluandvirði Íslandsbanka fylgja með. Fyrir liggja tillögur hópsins Áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS) um létta útgáfu til að bæta almenningssamgöngur. ÁS sem hefur umferðarverkfræðinga og aðra kunnáttumenn innan sinna raða leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Kostnaður er metinn 20 milljarða króna borið saman við a.m.k. 100 milljarða króna kostnað við borgarlínu. Breytt forgangsröðin í samgöngusáttmálanum Tillögur áhugahópsins ÁS ber að skoða gaumgæfilega. Óverjandi væri að kasta 80 milljörðum króna á glæ en það er hinn áætlaði munur á kostnaði við borgarlínu og léttri útgáfu áhugahópsins. Þessi nýju viðhorf kalla á endurskoðun á samgöngusáttmálanum. Meginatriðið í því efni er að hverfa frá hinni fokdýru hugmynd um borgarlínu fyrir mun ódýrari útgáfu og setja Sundabraut í forgang með þeim krafti sem hæfir því verkefni. Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur rökstyður með vísan til umferðarlíkans í grein í Morgunblaðinu 24. júní sl. að borgarlína muni aðeins draga úr bílaumferð fram til 2034 um 2%. Þetta segir Þórarinn vera innan skekkjumarka í spánni. Hið nýja samgöngulíkan spáir ekki aðeins fyrir um fjölda ferða með einkabílum á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig fjölda ferða með almenningsvögnum og á reiðhjólum. Líkanið var kynnt af hálfu Mannvits og Cowi í september 2020 þar sem gerð var grein fyrir hinu nýja samgöngulíkani og umferðarspá fyrir árin 2019 og fram til 2034. Tölur líkansins um aðeins 2% minnkun í bílaumferð eru sláandi í ljósi þeirra geipifjárhæða sem stjórnvöld áforma að leggja til borgarlínu og Keldnalandið að auki. Allt þetta fé til að ná bílaumferð niður um 2%? Glórulaust kynni einhver að segja. Þetta kallar á breytta forgangsröðun í samgöngusáttmálanum frá 2019. Ávinningur af Sundabraut Ástæða er til að vekja athygli á greinum ýmissa mætra sérfræðinga, þar á meðal Bjarna Gunnarssonar umferðarverkfræðings um tæknilega útfærslu Sundabrautar sem hann hefur ritað í Morgunblaðið á undanförnum árum, síðast 12. júní sl. Sundabrautin er stórt samgöngumál fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Fullgerð verður hún samgöngubót fyrir allt landið. Ljóst er að Sundabrautin greiðir leið milli höfuðborgarsvæðisins og Vestur- og Norðurlands. Hún styttir leiðina á Kjalarnes sem samþykkti sameiningu við Reykjavík með áskilnaði um Sundabraut. Hún dregur úr álagi á Ártúnsbrekku og kemur þannig til góða íbúum í Grafarvogi og Grafarholti sem nú verða harkalega fyrir áhrifum framkvæmdastoppsins. Allt mælir með framkvæmdum við Sundabraut sem dregist hafa of lengi. Kostir við framkvæmd Sundabrautar Bjarni Gunnarsson umferðarverkfræðingur lýsir því að tillaga hans um botngöng til að þvera Kleppsvík hafi verið afgreidd í mikilvægri skýrslu með þeim ókostum að „óvissa fylgir því að engin reynsla er af gerð botnganga hér á landi og kostnaðaráætlanir því ótryggar“. Þessi rök telur Bjarni haldlaus. Hábrúin sem nýlega var kynnt gæti jafnvel reynst erfið í rekstri við íslenskar veðuraðstæður og bætir ekki úr skák að telja hana geta verið borgartákn eins og þekkt er frá San Fransico og Sidney í Ástralíu. Fjöldi kunnáttumanna leggur mikið á sig til að leggja gott til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu. Opinbera hlutafélaginu Betri samgöngur ohf. er skylt að leggja við hlustir og meta þá kosti sem bent er á. Nýlegt dæmi í grein í Morgunblaðinu af hálfu forráðamanns félagsins um hrokafulla afgreiðslu á tillögum áhugahópsins ÁS er ekki boðleg. Fjármálaráðherra stendur ábyrgur fyrir framlögum úr ríkissjóði til framkvæmda í samgöngumálum sem félagið á að hafa umsjón með. Fjárhagsleg ábyrgð kallar á breytta forgangsröðun Undan ábyrgð sinni geta þessar aðila ekki vikið sér. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga kröfu á að forgangsröðun verkefna sé í samræmi við þarfir þeirra og að gætt sé fjárhagslegra hagsmuna í hvívetna. Hverfa þarf frá hinni fokdýru borgarlínu með því að taka 80 milljarða króna ódýrari útgáfu sem býðst samkvæmt ábendingum ÁS og um leið að setja hina arðsömu Sundabraut í forgang í samgöngusáttmálanum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Sundabraut Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Teppurnar í umferðinni má rekja til ákvarðana stjórnvalda. Síðustu tíu árin hefur ríkt stöðvun á framkvæmdum í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má rekja til samkomulags sem gert var á sínum tíma um að veita engu fé til framkvæmda í Reykjavík heldur auka fé til almenningssamgangna í viðleitni til að auka hlutdeild þeirra í ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir liggur að á grundvelli samnings um tíu ára tilraunaverkefni í ofangreindu skyni hafi ríkissjóður frá árinu 2012 styrkt Strætó bs. um nálægt 900 milljónum króna á ári. Milljarðar í súginn Árangurinn af 9-10 milljarða fjáraustri í Strætó og tilheyrandi stöðvun á framkvæmdum liggur fyrir. Árangurinn er minni en enginn. Hlutfall ferða með Strætó hefur haldist fast í 4%. Langvinn stöðvun á framkvæmdum birtist í umferðarteppum, tíma sem fer til spillis, sóun á eldsneyti og aukinni mengun. Brotist úr herkvínni gegn greiðslu lausnargjalds Með samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá september 2019 tókst að brjótast úr viðjum framkvæmdastoppsins og leggja drög að framkvæmdum í samgöngumálum næstu 15 árin. Margt ágætt er að finna í framkvæmdaáætlun samkomulagsins en sá galli er á gjöf Njarðar að um leið og borgarlínan fær þar þungt vægi er Sundabraut ekki talin upp á framkvæmdalistanum. Borgarlínan reyndist lausnargjaldið til að binda endi á tíu ára stöðvun í samgönguframkvæmdum. Ennþá fleiri milljarðar í súginn, nú mældir í tugum Stofnað hefur verið félag Betri samgöngur ohf. sem annast á framkvæmdir. Félagið starfar á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem líka tekur ábyrgð á að verja úr ríkissjóði 50 milljörðum í borgarlínu, kosningamál vinstri flokka í borgarstjórn Reykjavíkur, og láta Keldnaland og e.t.v. hluta af söluandvirði Íslandsbanka fylgja með. Fyrir liggja tillögur hópsins Áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS) um létta útgáfu til að bæta almenningssamgöngur. ÁS sem hefur umferðarverkfræðinga og aðra kunnáttumenn innan sinna raða leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Kostnaður er metinn 20 milljarða króna borið saman við a.m.k. 100 milljarða króna kostnað við borgarlínu. Breytt forgangsröðin í samgöngusáttmálanum Tillögur áhugahópsins ÁS ber að skoða gaumgæfilega. Óverjandi væri að kasta 80 milljörðum króna á glæ en það er hinn áætlaði munur á kostnaði við borgarlínu og léttri útgáfu áhugahópsins. Þessi nýju viðhorf kalla á endurskoðun á samgöngusáttmálanum. Meginatriðið í því efni er að hverfa frá hinni fokdýru hugmynd um borgarlínu fyrir mun ódýrari útgáfu og setja Sundabraut í forgang með þeim krafti sem hæfir því verkefni. Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur rökstyður með vísan til umferðarlíkans í grein í Morgunblaðinu 24. júní sl. að borgarlína muni aðeins draga úr bílaumferð fram til 2034 um 2%. Þetta segir Þórarinn vera innan skekkjumarka í spánni. Hið nýja samgöngulíkan spáir ekki aðeins fyrir um fjölda ferða með einkabílum á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig fjölda ferða með almenningsvögnum og á reiðhjólum. Líkanið var kynnt af hálfu Mannvits og Cowi í september 2020 þar sem gerð var grein fyrir hinu nýja samgöngulíkani og umferðarspá fyrir árin 2019 og fram til 2034. Tölur líkansins um aðeins 2% minnkun í bílaumferð eru sláandi í ljósi þeirra geipifjárhæða sem stjórnvöld áforma að leggja til borgarlínu og Keldnalandið að auki. Allt þetta fé til að ná bílaumferð niður um 2%? Glórulaust kynni einhver að segja. Þetta kallar á breytta forgangsröðun í samgöngusáttmálanum frá 2019. Ávinningur af Sundabraut Ástæða er til að vekja athygli á greinum ýmissa mætra sérfræðinga, þar á meðal Bjarna Gunnarssonar umferðarverkfræðings um tæknilega útfærslu Sundabrautar sem hann hefur ritað í Morgunblaðið á undanförnum árum, síðast 12. júní sl. Sundabrautin er stórt samgöngumál fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Fullgerð verður hún samgöngubót fyrir allt landið. Ljóst er að Sundabrautin greiðir leið milli höfuðborgarsvæðisins og Vestur- og Norðurlands. Hún styttir leiðina á Kjalarnes sem samþykkti sameiningu við Reykjavík með áskilnaði um Sundabraut. Hún dregur úr álagi á Ártúnsbrekku og kemur þannig til góða íbúum í Grafarvogi og Grafarholti sem nú verða harkalega fyrir áhrifum framkvæmdastoppsins. Allt mælir með framkvæmdum við Sundabraut sem dregist hafa of lengi. Kostir við framkvæmd Sundabrautar Bjarni Gunnarsson umferðarverkfræðingur lýsir því að tillaga hans um botngöng til að þvera Kleppsvík hafi verið afgreidd í mikilvægri skýrslu með þeim ókostum að „óvissa fylgir því að engin reynsla er af gerð botnganga hér á landi og kostnaðaráætlanir því ótryggar“. Þessi rök telur Bjarni haldlaus. Hábrúin sem nýlega var kynnt gæti jafnvel reynst erfið í rekstri við íslenskar veðuraðstæður og bætir ekki úr skák að telja hana geta verið borgartákn eins og þekkt er frá San Fransico og Sidney í Ástralíu. Fjöldi kunnáttumanna leggur mikið á sig til að leggja gott til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu. Opinbera hlutafélaginu Betri samgöngur ohf. er skylt að leggja við hlustir og meta þá kosti sem bent er á. Nýlegt dæmi í grein í Morgunblaðinu af hálfu forráðamanns félagsins um hrokafulla afgreiðslu á tillögum áhugahópsins ÁS er ekki boðleg. Fjármálaráðherra stendur ábyrgur fyrir framlögum úr ríkissjóði til framkvæmda í samgöngumálum sem félagið á að hafa umsjón með. Fjárhagsleg ábyrgð kallar á breytta forgangsröðun Undan ábyrgð sinni geta þessar aðila ekki vikið sér. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga kröfu á að forgangsröðun verkefna sé í samræmi við þarfir þeirra og að gætt sé fjárhagslegra hagsmuna í hvívetna. Hverfa þarf frá hinni fokdýru borgarlínu með því að taka 80 milljarða króna ódýrari útgáfu sem býðst samkvæmt ábendingum ÁS og um leið að setja hina arðsömu Sundabraut í forgang í samgöngusáttmálanum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun