Kærir fjölmiðlanefnd fyrir að hlíta ekki eigin reglum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 14:12 Hafliði telur það skjóta skökku við að Fjölmiðlanefnd vilji skikka þá sem reka hlaðvörp til að skrá sig sem fjölmiðla þegar Fjölmiðlanefnd telur ekki ástæðu til að gera það með sitt eigið hlaðvarp sem heitir Fjórða valdið. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar. visir/Egill/HEIÐA DÍS BJARNADÓTTIR Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri fótbolti.net, hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann telur óásættanlega og mótsagnakennda framgöngu fjölmiðlanefndar. Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira