Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2021 22:57 Frá Reykjanesbraut við Voga. Þar er talið að hraun gæti runnið til sjávar. Arnar Halldórsson Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31