Fimm álmur Ásmundarsalar Björn Leví Gunnarsson skrifar 1. júlí 2021 13:00 Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun