Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 16:21 Gunnar Smári Egilsson er stofnandi Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks. Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira