Treystum náttúrunni Starri Heiðmarsson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar