Þúsundir mótmæla eftir að samkynhneigður maður var myrtur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 14:40 Samuel Luiz var myrtur af hópi fólks og talið er að kynhneigð hans hafi verið kveikjan að árásinni. EPA-EFE/JAVIER LOPEZ Þúsundir hafa leitað á götur úti í borgum og bæjum á Spáni til að krefjast réttlætis, jafnréttis og verndar eftir að samkynhneigður maður var myrtur af hópi manna. Lögregla telur að árásarkveikjan hafi verið fordómar árásarmannanna fyrir hinsegin fólk. Samuel Luiz, 24 ára gamall sjúkraliði, var úti á lífinu með vinum sínum í borginni a A Coruna í Galasíu á aðfaranótt laugardags þegar rifrildi braust út milli hans og tveggja manna. Vinur Luiz sagði í samtali við El Mundo að hann hafi farið út af skemmtistaðnum til að hringja myndsímtal þegar tveir menn sem gengu hjá sökuðu hann um að taka þá upp á myndband. Luiz hafi þá útskýrt fyrir þeim að hann væri að tala við vin sinn en að annar maðurinn hafi þá ráðist á hann og barið hann í andlitið. The Guardian greinir frá. Aðeins fimm mínútum síðar hafi árásarmaðurinn snúið aftur með tólf til viðbótar. Réðst hópurinn á hann og missti Luiz meðvitund eftir átökin. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dó seinna um morguninn. Árásin er nú til rannsóknar en hún hefur vakið mikla reiði víða um Spán og var mótmælt víðsvegar í gær, þar á meðal í A Coruna, Madrid, Barcelona, Valencia, Salamanca, Bilbao og Zaragoza. Mótmælendur héldu margir á skiltum sem á stóð „Hinseginfordómar þínir eru að drepa okkur.“ Stjórnmálamenn í Madríd hafa kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni eftir að lögregla handtók og ákærði mótmælendur í borginni í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, hefur fordæmt morðið á Luiz og sent vinum og fjölskyldu Luiz samúðarkveðjur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar en fimmtán hafa mætt í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá er vonast til þess að upptökur úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við rannsókn málsins. Spánn Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Samuel Luiz, 24 ára gamall sjúkraliði, var úti á lífinu með vinum sínum í borginni a A Coruna í Galasíu á aðfaranótt laugardags þegar rifrildi braust út milli hans og tveggja manna. Vinur Luiz sagði í samtali við El Mundo að hann hafi farið út af skemmtistaðnum til að hringja myndsímtal þegar tveir menn sem gengu hjá sökuðu hann um að taka þá upp á myndband. Luiz hafi þá útskýrt fyrir þeim að hann væri að tala við vin sinn en að annar maðurinn hafi þá ráðist á hann og barið hann í andlitið. The Guardian greinir frá. Aðeins fimm mínútum síðar hafi árásarmaðurinn snúið aftur með tólf til viðbótar. Réðst hópurinn á hann og missti Luiz meðvitund eftir átökin. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dó seinna um morguninn. Árásin er nú til rannsóknar en hún hefur vakið mikla reiði víða um Spán og var mótmælt víðsvegar í gær, þar á meðal í A Coruna, Madrid, Barcelona, Valencia, Salamanca, Bilbao og Zaragoza. Mótmælendur héldu margir á skiltum sem á stóð „Hinseginfordómar þínir eru að drepa okkur.“ Stjórnmálamenn í Madríd hafa kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni eftir að lögregla handtók og ákærði mótmælendur í borginni í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, hefur fordæmt morðið á Luiz og sent vinum og fjölskyldu Luiz samúðarkveðjur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar en fimmtán hafa mætt í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá er vonast til þess að upptökur úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við rannsókn málsins.
Spánn Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira