Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Sigurður Hermannsson er menntaður málvísindamaður og hefur frá 2017 helgað líf sitt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Icelandic Made Easier Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður. Íslenska á tækniöld Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira