Rekinn í burtu eftir að hafa nappað kylfu af McIlroy Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 11:00 Ror McIlroy lenti í óvenjulegu atviki í Skotlandi í dag. AP/Jane Barlow Áhorfandi á Opna skoska golfmótinu hefur verið rekinn af svæðinu eftir að hafa tekið kylfu úr poka Rory McIlroy, sem var að stilla sér upp á teig, og tekið nokkrar sveiflur. McIlroy var að hefja leik á öðrum keppnisdegi á Renaissance-vellinum, ásamt Jon Rahm og Justin Thomas. Allt í einu birtist áhorfandi og tók eina af kylfunum hans. Öryggisvörður mætti svo og vísaði honum í burtu, eftir að hafa látið kylfubera McIlroys fá kylfuna. How about this guy strolling up to Rory McIlroy's bag and lifting the driver out to have a swing pic.twitter.com/O8k3OSvpaX— Bar One Racing (@BarOneRacing) July 9, 2021 „Maðurinn stóð þarna á bakvið teiginn en fór svo að pokanum hans Rorys, tók upp dræverinn og sleiflaði honum nokkrum sinnum,“ sagði vitni að atvikinu og bætti við: „Þegar einhver sagði honum að hann mætti ekki gera þetta þá svaraði hann; „af hverju ekki?“ Þá komu öryggisverðir, sem fylgdu ráshópnum, og fóru með hann í burtu.“ David Wilson, meðlimur í golfklúbbnum Kilspindie í næsta nágrenni, náði atvikinu á myndband og sagði: „Þetta var afgreitt fljótt. Kylfingarnir hlógu að þessu og sögðust hafa séð strax að hann væri ekki kylfingur þegar þeir sáu hvernig hann hélt á kylfunni.“ McIlroy lék fyrsta hring mótsins, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, á -1 höggi. Hann er á -2 höggum þegar þetta er skrifað, eftir 14 holur á öðrum hring. Rahm er með forystuna á samtals -10 höggum sem stendur en kylfingarnir eiga allir eftir að ljúka öðrum hring. Bein útsending frá Opna skoska mótinu hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Golf og beinar útsendingar frá mótinu verða þar einnig á morgun og á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy var að hefja leik á öðrum keppnisdegi á Renaissance-vellinum, ásamt Jon Rahm og Justin Thomas. Allt í einu birtist áhorfandi og tók eina af kylfunum hans. Öryggisvörður mætti svo og vísaði honum í burtu, eftir að hafa látið kylfubera McIlroys fá kylfuna. How about this guy strolling up to Rory McIlroy's bag and lifting the driver out to have a swing pic.twitter.com/O8k3OSvpaX— Bar One Racing (@BarOneRacing) July 9, 2021 „Maðurinn stóð þarna á bakvið teiginn en fór svo að pokanum hans Rorys, tók upp dræverinn og sleiflaði honum nokkrum sinnum,“ sagði vitni að atvikinu og bætti við: „Þegar einhver sagði honum að hann mætti ekki gera þetta þá svaraði hann; „af hverju ekki?“ Þá komu öryggisverðir, sem fylgdu ráshópnum, og fóru með hann í burtu.“ David Wilson, meðlimur í golfklúbbnum Kilspindie í næsta nágrenni, náði atvikinu á myndband og sagði: „Þetta var afgreitt fljótt. Kylfingarnir hlógu að þessu og sögðust hafa séð strax að hann væri ekki kylfingur þegar þeir sáu hvernig hann hélt á kylfunni.“ McIlroy lék fyrsta hring mótsins, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, á -1 höggi. Hann er á -2 höggum þegar þetta er skrifað, eftir 14 holur á öðrum hring. Rahm er með forystuna á samtals -10 höggum sem stendur en kylfingarnir eiga allir eftir að ljúka öðrum hring. Bein útsending frá Opna skoska mótinu hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Golf og beinar útsendingar frá mótinu verða þar einnig á morgun og á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira