Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 10:17 Ryotaro Suzuki er nýr sendiherra Japan á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær. Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær.
Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira