Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 20:31 Spánn og Portúgal, auk Kýpur, eru einu rauðu löndin á korti sóttvarnastofnunar Evrópu. Kortið er með nýjustu upplýsingum, eða frá 8. júlí. Skjáskot Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30