Rauðhausarokk af gamla skólanum fyrir allan peninginn Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 09:01 Dr. Gunni og Eiki Hauks. Þeir teljast rauðhausar þó annar sé sköllóttur og hinn upplitaður. En þeir spara sig ekki í stúdíóinu og bjóða uppá grjóthart typparokk. Árni Hjörvar Árnason Dr. Gunni kallaði sjálfan Eirík Hauksson til að syngja lag á óútkomna plötu og sá var nú ekki feiminn við míkrófóninn. Um er að ræða fyrsta lag af væntanlegri plötu Dr. Gunna: Nei, ókei og fyrsta lagið er tilbúið. Engin mistök. þar er sungið um mann sem stöðugt er í leit að „besta kvöldi lífs síns“ og er staðráðinn í að gera „engin mistök“. „Lagið er óður til þeirra óteljandi sem halda áfram að leita hinnar úfórísku alsælu hins fullkomna djamms,“ segir Grímur Atlason, bassaleikari hljómsveitarinnar og vill meina að um sé að ræða pabbarokk. En forsprakki hljómsveitarinnar, sjálfur Dr. Gunni, segir Grím þar vaða villu og svíma. Typparokk sveittra karla með barta „Þetta er karlmannlegt lag. Þetta er ekkert pabbarokk. Þetta er typparokk,“ segir Dr. Gunni og auðheyrt að þarna þykir honum sinn bassaleikari hafa farið illilega fram úr sér. Typparokk? Má segja svona á þessum síðustu og verstu? „Við erum með píkurokk og svo er typparokk,“ segir Dr. Gunni og bendir á árif frá ACDC, þungarokki, Robert Palmer, gallabuxum… „Þetta eru sveittir karlar með barta. Þetta er hópur sem hefur setið hjá,“ segir Dr. Gunni; verið út undan og flogið langt undir radar undanfarin ár og áratugi. Hér er sem sagt um að ræða klassískt gítarrokk sem menn leita aftur til misreglulega. Það hefur ekki verið á kortinu lengi. Dr. Gunni gengst fúslega við því að um sé að ræða einskonar afturhvarf. „Standard gítarrokk, gallabuxur, sviti og óheflaðar tilfinningar. Brennivín og bömmer. Já, þetta gengur í hringi. Svo gerir Eiríkur Hauksson þetta að sínu með því að syngja. Og þá ertu komin með bein hugrenningartengsl við Sekur og Gaggó Vest.“ Eíríkur Hauksson ekki feiminn við míkrófóninn Dr. Gunni lýsir því svo að lagið hafi orðið til en reyndist ömurlegt þegar hann reyndi að syngja það sjálfur. „Við fórum að hugsa, hvern við gætum fengið til að syngja það? Það kom aldrei til greina að fá einhvern ungan söngvara, það hefði verið hallærislegt. Kom fljótlega upp að Eiríkur Hauksson væri eini söngvarinn sem gæti tekið þetta sannfærandi. Ekki margir íslenskir kraftbarkar til. Hann býr í Noregi og vorum í sambandi við hann í vor og leyfðum honum að heyra demó. Hann var samþykkur þessu og svo sátum við fyrir honum í sóttkví og drifum hann í stúdíó. Hann rúllaði þessu upp á svipstundu.“ Dr. Gunni segir svo frá að um upptökustjórn og hljóðblöndun sjái Árni Hjörvar Árnason, sem er þekktur sem meðlimur bresku hljómsveitarinnar The Vaccines, eða Bóluefnin. Klippa: Dr. Gunni - Engin mistök „Hann hafði aldrei unnið með svona söngvara áður, svona kraftmiklum, hefur sem sagt verið að vinna með feimnu deildinni sem gengur mjög hægt að kreista hljóðin uppúr. Lítill kraftur í þessu dægurfólki og enn minni kraftur í indí-deildinni. Þar kemur bara ekki neitt. Árna fannst þetta hressileg tilbreyting að fá inn mann sem var ekki hræddur við míkrófóninn.“ Aðspurður segir Dr. Gunni þetta mikið rauðhausarokk. Og fyrsta lagið sem heyrist af 12 laga plötu sem langt er komin og má vænta í haust. Það tekur langan tíma að vinna vínilplötur. Hljómsveitin Dr. Gunni. Platan Nei, ókei verður 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunni síðan prjál-útgáfan „Í sjoppu“ kom út 2015, og fyrsta alvöru platan síðan „Stóri hvellur“ kom út 2003. Auk Gunnars Lárusar Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.Svavar Pétur Eysteinsson „Útgáfan verður kannski ekki fyrr en í haust. Þetta lag er sér á báti á plötunni. Bæði af því Eiríkur syngur það og svo eru þarna allskonar lög.“ Gítarrokk og gallabuxur. Ekki margir tónlistarmenn í því um þessar mundir. Dr. Gunni segir að það verði gaman að sjá hvort þetta eigi uppá pallborðið. „Þetta er nú aðallega gott popplag. Og „feel good“ út á djammið stemmning.“ Allir komnir í kjarnorkuúrgangsbúning í september Það virðist hugur í mannskapnum hvað það varðar en Dr. Gunni, sem er nýkominn frá Vínarborg þar sem hann dvaldi í viku, segir að fólk verði að hafa hraðar hendur. „Í Evrópu heyrði ég raddir þess efnis að allt myndi lokast í september. Frá bara öllum sem maður heyrði í, þetta væri skammgóður vermir; hætta af Delta og öðrum afbrigðum. Það er nú eða aldrei að sletta úr klaufunum. Svo eru bara kjarnorkuúrgangsbúningar í september.“ Bölsýni hvað farsóttina varðaði var það sem mætti Dr. Gunna í Vín, grímur í strætó og bólusetningarvottorð á kaffihúsum. „Þeir eru ekki orðnir jafn frjálsir og við. Fáránlegt hvernig þetta ferli allt hefur æxlast. Stjórnvöld geta bara haft múginn í hendi sér með því að vera með ákveðna fyrirvara um utanaðkomandi hættu, án þess að ég sé einhver antívaxari eða kóviti. Ég er bara löghlýðinn borgari og geri það sem mér er sagt,“ segir Dr. Gunni sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Um er að ræða fyrsta lag af væntanlegri plötu Dr. Gunna: Nei, ókei og fyrsta lagið er tilbúið. Engin mistök. þar er sungið um mann sem stöðugt er í leit að „besta kvöldi lífs síns“ og er staðráðinn í að gera „engin mistök“. „Lagið er óður til þeirra óteljandi sem halda áfram að leita hinnar úfórísku alsælu hins fullkomna djamms,“ segir Grímur Atlason, bassaleikari hljómsveitarinnar og vill meina að um sé að ræða pabbarokk. En forsprakki hljómsveitarinnar, sjálfur Dr. Gunni, segir Grím þar vaða villu og svíma. Typparokk sveittra karla með barta „Þetta er karlmannlegt lag. Þetta er ekkert pabbarokk. Þetta er typparokk,“ segir Dr. Gunni og auðheyrt að þarna þykir honum sinn bassaleikari hafa farið illilega fram úr sér. Typparokk? Má segja svona á þessum síðustu og verstu? „Við erum með píkurokk og svo er typparokk,“ segir Dr. Gunni og bendir á árif frá ACDC, þungarokki, Robert Palmer, gallabuxum… „Þetta eru sveittir karlar með barta. Þetta er hópur sem hefur setið hjá,“ segir Dr. Gunni; verið út undan og flogið langt undir radar undanfarin ár og áratugi. Hér er sem sagt um að ræða klassískt gítarrokk sem menn leita aftur til misreglulega. Það hefur ekki verið á kortinu lengi. Dr. Gunni gengst fúslega við því að um sé að ræða einskonar afturhvarf. „Standard gítarrokk, gallabuxur, sviti og óheflaðar tilfinningar. Brennivín og bömmer. Já, þetta gengur í hringi. Svo gerir Eiríkur Hauksson þetta að sínu með því að syngja. Og þá ertu komin með bein hugrenningartengsl við Sekur og Gaggó Vest.“ Eíríkur Hauksson ekki feiminn við míkrófóninn Dr. Gunni lýsir því svo að lagið hafi orðið til en reyndist ömurlegt þegar hann reyndi að syngja það sjálfur. „Við fórum að hugsa, hvern við gætum fengið til að syngja það? Það kom aldrei til greina að fá einhvern ungan söngvara, það hefði verið hallærislegt. Kom fljótlega upp að Eiríkur Hauksson væri eini söngvarinn sem gæti tekið þetta sannfærandi. Ekki margir íslenskir kraftbarkar til. Hann býr í Noregi og vorum í sambandi við hann í vor og leyfðum honum að heyra demó. Hann var samþykkur þessu og svo sátum við fyrir honum í sóttkví og drifum hann í stúdíó. Hann rúllaði þessu upp á svipstundu.“ Dr. Gunni segir svo frá að um upptökustjórn og hljóðblöndun sjái Árni Hjörvar Árnason, sem er þekktur sem meðlimur bresku hljómsveitarinnar The Vaccines, eða Bóluefnin. Klippa: Dr. Gunni - Engin mistök „Hann hafði aldrei unnið með svona söngvara áður, svona kraftmiklum, hefur sem sagt verið að vinna með feimnu deildinni sem gengur mjög hægt að kreista hljóðin uppúr. Lítill kraftur í þessu dægurfólki og enn minni kraftur í indí-deildinni. Þar kemur bara ekki neitt. Árna fannst þetta hressileg tilbreyting að fá inn mann sem var ekki hræddur við míkrófóninn.“ Aðspurður segir Dr. Gunni þetta mikið rauðhausarokk. Og fyrsta lagið sem heyrist af 12 laga plötu sem langt er komin og má vænta í haust. Það tekur langan tíma að vinna vínilplötur. Hljómsveitin Dr. Gunni. Platan Nei, ókei verður 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunni síðan prjál-útgáfan „Í sjoppu“ kom út 2015, og fyrsta alvöru platan síðan „Stóri hvellur“ kom út 2003. Auk Gunnars Lárusar Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.Svavar Pétur Eysteinsson „Útgáfan verður kannski ekki fyrr en í haust. Þetta lag er sér á báti á plötunni. Bæði af því Eiríkur syngur það og svo eru þarna allskonar lög.“ Gítarrokk og gallabuxur. Ekki margir tónlistarmenn í því um þessar mundir. Dr. Gunni segir að það verði gaman að sjá hvort þetta eigi uppá pallborðið. „Þetta er nú aðallega gott popplag. Og „feel good“ út á djammið stemmning.“ Allir komnir í kjarnorkuúrgangsbúning í september Það virðist hugur í mannskapnum hvað það varðar en Dr. Gunni, sem er nýkominn frá Vínarborg þar sem hann dvaldi í viku, segir að fólk verði að hafa hraðar hendur. „Í Evrópu heyrði ég raddir þess efnis að allt myndi lokast í september. Frá bara öllum sem maður heyrði í, þetta væri skammgóður vermir; hætta af Delta og öðrum afbrigðum. Það er nú eða aldrei að sletta úr klaufunum. Svo eru bara kjarnorkuúrgangsbúningar í september.“ Bölsýni hvað farsóttina varðaði var það sem mætti Dr. Gunna í Vín, grímur í strætó og bólusetningarvottorð á kaffihúsum. „Þeir eru ekki orðnir jafn frjálsir og við. Fáránlegt hvernig þetta ferli allt hefur æxlast. Stjórnvöld geta bara haft múginn í hendi sér með því að vera með ákveðna fyrirvara um utanaðkomandi hættu, án þess að ég sé einhver antívaxari eða kóviti. Ég er bara löghlýðinn borgari og geri það sem mér er sagt,“ segir Dr. Gunni sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira