Strangar reglur fyrir keppendur en fjöldi áhorfenda á The Open Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 17:01 Jon Rahm æfir sig fyrir The Open fyrir framan áhorfendur sem munu mæta tugþúsundum saman til að sjá mótið um helgina. Getty/Warren Little Eftir langa bið vegna kórónuveirufaraldursins verður The Open, eitt risamótanna og elsta golfmót heims, haldið á Englandi um helgina. Keppni hefst í fyrramálið en kylfingar þurfa að gæta þess að fylgja ströngum sóttvarnareglum ella eiga á hættu að vera dæmdir úr keppni. Jon Rahm, sigurvegari Opna bandaríska, Brooks Koepka sem unnið hefur fjögur risamót, Xander Schauffele og Jordan Spieth, sem vann The Open árið 2017, eru meðal þeirra sem þykja sigurstranglegastir á mótinu í ár. Írinn Shane Lowry hefur haft titil að verja í tvö ár. Dagana sem mótið stendur yfir mega þessir kylfingar og aðrir aðeins vera á Royal St George‘s golfvellinum, sem er í Sandwich á Englandi, eða lokaðir inni á hóteli sínu. Þeir geta ekki skroppið í búð, á veitingastað eða annað. Hver keppandi má skilgreina að hámarki þrjá aðila sem hann má eiga samskipti við á meðan á mótinu stendur. Í þessum hópi þurfa að vera kylfuberar, sjúkraþjálfarar, læknar eða aðrir sem kylfingar vilja hafa sér til aðstoðar. Allir í hópnum þurfa að fylgja sömu sóttvarnareglum og kylfingarnir. Kylfingarnir hætti ekki á að koma öðrum í vanda Kylfingarnir þurftu að sýna fram á neikvætt Covid-sýni sem ekki mátti vera eldra en þriggja daga, burtséð frá því hvort þeir væru bólusettir. Þeir þurftu einnig að taka smitpróf við komuna á golfvöllinn. Þá skulu þeir bera grímu hvar sem þeir fara innanhúss. Keppendur geta verið dæmdir úr leik ef þeir brjóta þessar reglur og einnig ef að manneskja sem þeir hafa umgengist greinist með veiruna. Engu máli skiptir þó að þeir taki nýtt próf sem sýni neikvæða niðurstöðu. „Ég held að keppendur viti hver áhættan er. Þeir þurfa allir að bera ábyrgð. Þeir vilja ekki hætta á að koma öðrum kylfingum í vanda. Ég lít á þá sem fagmenn hvað þetta varðar,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A sem skipuleggur mótið. Áhorfendamet frá því að faraldurinn hófst Engu að síður verða 32.000 áhorfendur leyfðir á hverjum keppnisdegi, eða 80% af venjulegum hámarksfjölda. Áhorfendafjöldinn verður því meiri en á nokkru golfmóti frá því að faraldurinn hófst, samkvæmt ESPN. „Við höfum unnið stíft að þessu með stjórnvöldum. Við vitum upp á hár í hvaða umhverfi við þurfum að vinna. Það verða mjög strangar kröfur fyrir áhorfendur og þeir verða ekki eins nálægt kylfingum og vaninn er,“ sagði Slumbers en bætti við að það væri einfaldlega ómissandi hluti af The Open að sigurvegarinn lyki keppni fyrir framan áhorfendur á sunnudaginn. The Open verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf alla keppnisdagana og hefst útsending snemma í fyrramálið eða klukkan 5:30. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jon Rahm, sigurvegari Opna bandaríska, Brooks Koepka sem unnið hefur fjögur risamót, Xander Schauffele og Jordan Spieth, sem vann The Open árið 2017, eru meðal þeirra sem þykja sigurstranglegastir á mótinu í ár. Írinn Shane Lowry hefur haft titil að verja í tvö ár. Dagana sem mótið stendur yfir mega þessir kylfingar og aðrir aðeins vera á Royal St George‘s golfvellinum, sem er í Sandwich á Englandi, eða lokaðir inni á hóteli sínu. Þeir geta ekki skroppið í búð, á veitingastað eða annað. Hver keppandi má skilgreina að hámarki þrjá aðila sem hann má eiga samskipti við á meðan á mótinu stendur. Í þessum hópi þurfa að vera kylfuberar, sjúkraþjálfarar, læknar eða aðrir sem kylfingar vilja hafa sér til aðstoðar. Allir í hópnum þurfa að fylgja sömu sóttvarnareglum og kylfingarnir. Kylfingarnir hætti ekki á að koma öðrum í vanda Kylfingarnir þurftu að sýna fram á neikvætt Covid-sýni sem ekki mátti vera eldra en þriggja daga, burtséð frá því hvort þeir væru bólusettir. Þeir þurftu einnig að taka smitpróf við komuna á golfvöllinn. Þá skulu þeir bera grímu hvar sem þeir fara innanhúss. Keppendur geta verið dæmdir úr leik ef þeir brjóta þessar reglur og einnig ef að manneskja sem þeir hafa umgengist greinist með veiruna. Engu máli skiptir þó að þeir taki nýtt próf sem sýni neikvæða niðurstöðu. „Ég held að keppendur viti hver áhættan er. Þeir þurfa allir að bera ábyrgð. Þeir vilja ekki hætta á að koma öðrum kylfingum í vanda. Ég lít á þá sem fagmenn hvað þetta varðar,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A sem skipuleggur mótið. Áhorfendamet frá því að faraldurinn hófst Engu að síður verða 32.000 áhorfendur leyfðir á hverjum keppnisdegi, eða 80% af venjulegum hámarksfjölda. Áhorfendafjöldinn verður því meiri en á nokkru golfmóti frá því að faraldurinn hófst, samkvæmt ESPN. „Við höfum unnið stíft að þessu með stjórnvöldum. Við vitum upp á hár í hvaða umhverfi við þurfum að vinna. Það verða mjög strangar kröfur fyrir áhorfendur og þeir verða ekki eins nálægt kylfingum og vaninn er,“ sagði Slumbers en bætti við að það væri einfaldlega ómissandi hluti af The Open að sigurvegarinn lyki keppni fyrir framan áhorfendur á sunnudaginn. The Open verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf alla keppnisdagana og hefst útsending snemma í fyrramálið eða klukkan 5:30. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira