Býðst líka til að borga miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 16:42 Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem hafa verið kærð af Ingó veðurguði. Vísir/Sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01