Blæddi úr eyrum og munni og kastað upp eftir árás þriggja Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 10:53 Róstursamt var í Bankastrætinu í kringum 23:30 í gær en þá gengu þrír í skrokk á manni með þeim afleiðingum að blæddi úr eyrum og munni. Þurfti að kalla til sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á spítala til aðhlynningar. Líðan hans liggur ekki fyrir að sögn lögreglu. aðsend Nokkur viðbúnaður var undir miðnætti í gær í Bankastræti, fyrir framan skemmtistaðinn Prikið en þá hafði verið gengið í skrokk á ónefndum manni. Samkvæmt frásögn sjónarvottar réðust þrír á einn og létu högg og spörk dynja á manninum með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans og eyrum og svo kastaði fórnarlambið upp. Í kjölfarið komu að lögregla og sjúkraflutningamenn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er rannsókn málsins á frumstigi. Verið er að reyna að bera kennsl á þá sem að árásinni stóðu og hafa upp á því. Eins og sjá má komu auk lögreglu tveir sjúkrabílar á vettvang.aðsend „Þetta fer í bunkann og verður afgreitt eftir alvarleika. Það á eftir að koma í ljós, ástandið á manninum,“ segir Jóhann Karl en lögregla bíður nú eftir skýrslu frá lækni. Spurður hvort alvarlegar líkamsárásir í miðborginni séu regla fremur en undantekning, segir Jóhann Karl að þetta sé kannski ekki algengt en komi þó reglulega fyrir og þá séu allskyns undirliggjandi ástæður fyrir því. „Svo sem engin lína í því. En það er ekki svo að hér fari um hópar og berji fólk að tilefnislausu.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Samkvæmt frásögn sjónarvottar réðust þrír á einn og létu högg og spörk dynja á manninum með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans og eyrum og svo kastaði fórnarlambið upp. Í kjölfarið komu að lögregla og sjúkraflutningamenn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er rannsókn málsins á frumstigi. Verið er að reyna að bera kennsl á þá sem að árásinni stóðu og hafa upp á því. Eins og sjá má komu auk lögreglu tveir sjúkrabílar á vettvang.aðsend „Þetta fer í bunkann og verður afgreitt eftir alvarleika. Það á eftir að koma í ljós, ástandið á manninum,“ segir Jóhann Karl en lögregla bíður nú eftir skýrslu frá lækni. Spurður hvort alvarlegar líkamsárásir í miðborginni séu regla fremur en undantekning, segir Jóhann Karl að þetta sé kannski ekki algengt en komi þó reglulega fyrir og þá séu allskyns undirliggjandi ástæður fyrir því. „Svo sem engin lína í því. En það er ekki svo að hér fari um hópar og berji fólk að tilefnislausu.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira