„Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 15:01 Ásgeir segir löngu orðið tímabært að útihátiðarmenningunni verði breytt. Vísir Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. „Það er bara þannig að þegar þú hefur almennilegan tónlistarsmekk og menningarlæsi og ætlar að bóka almennilega dagskrá með kannski 30 til 40 atriðum þá endarðu með fjölbreytta dagskrá ef þú ferð inn í það með því hugarfari,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda Innipúkans, í samtali við Vísi. Hann segir þá forsvarsmenn Innipúkans alltaf hafa verið gagnrýna á útihátíðir almennt og þann kúltúr sem fengið hafi að grasserast á þeim. „Kannski hefur Þjóðhátíð verið leiðandi afl í því. Innipúkinn gefur lítið fyrir afsakanir sem hafa oft komið úr eyjunni til að útskýra hvers vegna eru svona fáar konur sem spila á hátíðinni, konur sem semja Þjóðhátíðarlagið eða stýra brekkusöngnum,“ segir Ásgeir. Segir kominn tíma til að skipta öllu liðinu út Kynjahlutfallið á útihátíðum, og þá sérstaklega Þjóðhátíð í Eyjum, hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár og vakti tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld athygli á því í byrjun sumars að frá því að Þjóðhátíðarlag var fyrst samið hafi aðeins ein kona samið og flutt lagið. Þá kölluðu margir eftir því, í kjölfar þess að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson Veðurguð myndi ekki sjá um Brekkusönginn, að konu yrði falið það hlutverk. „Við höfum alltaf hlegið að þeim útskýringum því að Innipúkinn hefur sýnt það að ef þú ætlar að gera vandaða tónleikadagskrá og ert með ágætis menningarlæsi og fylgist með því sem er að gerast í bransanum þá endarðu með dagskrá sem er fjölbreytt og þar sem öll kyn fá sitt pláss,“ segir Ásgeir. Hann segir tíma til kominn að menningin á útihátíðum breytist. „Ég held það sé bara kominn tími til að skipta öllu liðinu þarna út og fá inn fólk sem hefur betra menningarlæsi og betri smekk á tónlist. Maður verður að vera með sérstakt „agenda“ til að enda með dagskrá sem er alltaf bara stútfull af búningsherbergjakúltúr.“ „Svo er alltaf gripið í eitthvað aldamótalið“ Hann segir það löngu orðið tímabært að skipuleggjendur útihátíða almennt girði sig í brók og breyti formúlunni. „Þegar þú ert alltaf með sömu formúluna færðu alltaf sömu niðurstöðurnar. Það er löngu orðið tímabært að ekki bara Þjóðhátíð, heldur útihátíðir almennt, fari að breyta formúlunni og þankaganginum þegar snýr að því að skipuleggja fjölbreytta tónleikadagskrá,“ segir Ásgeir. „Það er samt sem áður eins og Þjóðhátíðarnefnd sé að vakna eftir langan svefn, kannski 10 árum of seint, ég átta mig ekki alveg á því. En þeir kasta sífellt á glæ kjörnum tækifærum til að breyta um kúltúr.“ Hann segist ekki velta þessum málum mikið fyrir sér en ár hvert, þegar útihátíðir eru um land allt, komi þessar hugsanir upp í hugann. Hann segir að fylgist menn með tónlistarsenunni þá sé ekki annað hægt en að hafa fjölbreytta dagskrá. „Ég tala nú ekki um undanfarin ár þar sem, ef eitthvað er, konur hafa verið fyrirferðameiri en karlar. Og eru að koma og gera frábæra hluti, til dæmis í raftónlistarsenunni og jaðarsenum eru konur leiðandi afl að gera frábæra hluti,“ segir Ásgeir. „Þá er alltaf gripið í þá afsökun að Þjóðhátíðarnefnd hugsi með sér hverjir eru góðir lagasmiðir á hverjum tíma, hverjir eru að slá í gegn og hverjir eru „körrent“ en svo er alltaf gripið í eitthvað aldamótalið, með fullri virðingu fyrir þeim og þeir eru frábærir tónlistarmenn, en þeirra sól er kannski farin að síga. Af hverju nýta þeir sé ekki tækifærið og hengja sig á rísandi sólu? Það þykir mér ótrúlega sérstakt.“ Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Jafnréttismál Tengdar fréttir Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Bríet í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni. 9. júlí 2021 08:57 „Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“ Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933. 29. maí 2021 11:30 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er bara þannig að þegar þú hefur almennilegan tónlistarsmekk og menningarlæsi og ætlar að bóka almennilega dagskrá með kannski 30 til 40 atriðum þá endarðu með fjölbreytta dagskrá ef þú ferð inn í það með því hugarfari,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda Innipúkans, í samtali við Vísi. Hann segir þá forsvarsmenn Innipúkans alltaf hafa verið gagnrýna á útihátíðir almennt og þann kúltúr sem fengið hafi að grasserast á þeim. „Kannski hefur Þjóðhátíð verið leiðandi afl í því. Innipúkinn gefur lítið fyrir afsakanir sem hafa oft komið úr eyjunni til að útskýra hvers vegna eru svona fáar konur sem spila á hátíðinni, konur sem semja Þjóðhátíðarlagið eða stýra brekkusöngnum,“ segir Ásgeir. Segir kominn tíma til að skipta öllu liðinu út Kynjahlutfallið á útihátíðum, og þá sérstaklega Þjóðhátíð í Eyjum, hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár og vakti tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld athygli á því í byrjun sumars að frá því að Þjóðhátíðarlag var fyrst samið hafi aðeins ein kona samið og flutt lagið. Þá kölluðu margir eftir því, í kjölfar þess að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson Veðurguð myndi ekki sjá um Brekkusönginn, að konu yrði falið það hlutverk. „Við höfum alltaf hlegið að þeim útskýringum því að Innipúkinn hefur sýnt það að ef þú ætlar að gera vandaða tónleikadagskrá og ert með ágætis menningarlæsi og fylgist með því sem er að gerast í bransanum þá endarðu með dagskrá sem er fjölbreytt og þar sem öll kyn fá sitt pláss,“ segir Ásgeir. Hann segir tíma til kominn að menningin á útihátíðum breytist. „Ég held það sé bara kominn tími til að skipta öllu liðinu þarna út og fá inn fólk sem hefur betra menningarlæsi og betri smekk á tónlist. Maður verður að vera með sérstakt „agenda“ til að enda með dagskrá sem er alltaf bara stútfull af búningsherbergjakúltúr.“ „Svo er alltaf gripið í eitthvað aldamótalið“ Hann segir það löngu orðið tímabært að skipuleggjendur útihátíða almennt girði sig í brók og breyti formúlunni. „Þegar þú ert alltaf með sömu formúluna færðu alltaf sömu niðurstöðurnar. Það er löngu orðið tímabært að ekki bara Þjóðhátíð, heldur útihátíðir almennt, fari að breyta formúlunni og þankaganginum þegar snýr að því að skipuleggja fjölbreytta tónleikadagskrá,“ segir Ásgeir. „Það er samt sem áður eins og Þjóðhátíðarnefnd sé að vakna eftir langan svefn, kannski 10 árum of seint, ég átta mig ekki alveg á því. En þeir kasta sífellt á glæ kjörnum tækifærum til að breyta um kúltúr.“ Hann segist ekki velta þessum málum mikið fyrir sér en ár hvert, þegar útihátíðir eru um land allt, komi þessar hugsanir upp í hugann. Hann segir að fylgist menn með tónlistarsenunni þá sé ekki annað hægt en að hafa fjölbreytta dagskrá. „Ég tala nú ekki um undanfarin ár þar sem, ef eitthvað er, konur hafa verið fyrirferðameiri en karlar. Og eru að koma og gera frábæra hluti, til dæmis í raftónlistarsenunni og jaðarsenum eru konur leiðandi afl að gera frábæra hluti,“ segir Ásgeir. „Þá er alltaf gripið í þá afsökun að Þjóðhátíðarnefnd hugsi með sér hverjir eru góðir lagasmiðir á hverjum tíma, hverjir eru að slá í gegn og hverjir eru „körrent“ en svo er alltaf gripið í eitthvað aldamótalið, með fullri virðingu fyrir þeim og þeir eru frábærir tónlistarmenn, en þeirra sól er kannski farin að síga. Af hverju nýta þeir sé ekki tækifærið og hengja sig á rísandi sólu? Það þykir mér ótrúlega sérstakt.“
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Jafnréttismál Tengdar fréttir Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Bríet í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni. 9. júlí 2021 08:57 „Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“ Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933. 29. maí 2021 11:30 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02
Bríet í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni. 9. júlí 2021 08:57
„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“ Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933. 29. maí 2021 11:30