„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2021 13:18 Hér má sjá þrjár Reykjavíkurdætranna ásamt Binna Glee og Elfgrime við tökur á tónlistarmyndbandinu við Hot Milf Summer. Instagram/Rvkdtr Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. Tónlistarmyndbandið við lagið kemur út þann 28. júlí næstkomandi en lagið kom út á streymisveitunni Spotify í dag. Reykjavíkurdætur flytja lagið ásamt tónlistarkonunni Stepmom. Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru áhrifavaldurinn Binni Glee og TikTok stjarnan Elfgrime, eða Álfgrímur og fleiri karlleikarar sem flestir eru fáklæddir ef marka má markaðsefni Reykjavíkurdætra fyrir myndbandið. Hot Milf Summer vísar til hugtaksins Hot Girl Summer sem varð vinsælt á TikTok fyrr á þessu ári. Hugmyndin með hugtakinu er sú að konur grípi sumarið föstum tökum og lifi sínu besta lífi. Orðinu Girl hefur þó verið skipt út fyrir Milf, en fyrir þá sem ekki vita vísar orðið til þess að um sé að ræða móður sem er kynokkafull. Mæður bæði madonna og hóran á sama tíma Salka Valsdóttir, ein Reykjavíkurdætra og höfundur Hot Milf Summer, segir í samtali við Vísi að lagið hafi komið saman á mjög stuttum tíma. Hugmyndavinnan hafi farið af stað fyrir um tveimur vikum þegar sveitin fór saman í sumarbústað. „Þetta var dálítið manísk eldskírn þetta ferli. Við fórum uppí bústað saman eina helgi og það er svo mikið af stelpunum sem eru nýbakaðar mæður og við vorum að tala um að það væri gaman að gera eitthvað lag sem fagnaði því að vera móðir en á þannig hátt að þú sért ógeðslega heit og það sé gaman hjá þér,“ segir Salka í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) „Við vildum beina spjótum okkar að tvíeðlinu sem þrífst innan móðurhlutverksins, að vera bæði madonna og hóran á sama tíma. Það er grunnurinn að laginu og síðan pródúseraði ég þetta og það kom strax taktur. Síðan komu allar stelpurnar til mín og við tókum upp versin. Þetta gerðist allt bara á fimm dögum,“ segir Salka. Hot að vera með mömmumjaðmir, mömmumaga og mömmubrjóst Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leik- og tónlistarkona, er einn meðlimur Reykjavíkurdætra en hún er ein nýbakaðra mæðra í sveitinni. Hún segir mæður ekki fá næga athygli, alla vega ekki að mæður séu flóknar verur. „Ég held að flestar mæður á Íslandi séu sammála um það að það er ekki nógu mikið talað um það á Íslandi hversu hot það er að vera mamma. Það er eitthvað sem allir vita en enginn segir. En það er sjúklega hot og við ákváðum að semja lag sem væri tileinkað því að láta fólk vita hversu hot það er. Hvað er hot að vera með mömmumjaðmir og mömmumaga og mömmubrjóst,“ segir Þuríður Blær. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) Hún segir sumarið 2021 klárlega vera Hot Milf sumarið. Hún segist hafa upplifað það á eigin skinni hve ímynd kvenna breytist eftir að þær verða mæður. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður maður líka stundum óöruggur, það virðist vera að maður geti bara verið annað hvort eða. Þegar maður er búinn að eignast barn er maður allt öðruvísi. Líkaminn er allt öðruvísi og maður þarf að kynnast sér upp á nýtt og það er ekkert auðvelt. Maður getur ekki horfið aftur til fyrra lífs en það getur verið erfitt að finna sig aftur,“ segir Þuríður Blær. „Ég get alveg ímyndað mér að einhverjum eigi eftir að finnast þetta „triggerandi“ eða sjokkerandi að vera að tala um mæður sem kynverur, af því að samfélagið kennir okkur að þær séu annað hvort eða, annað hvort ertu „virgin,“ hóra eða móðir. En við erum auðvitað bara allt.“ Hún hvetur íslenskar mæður til að hlusta á lagið þegar þær gera sig til fyrir djammið. „Ég vil segja það frá móður til móður að ég vil að allar mæður hlusti á þetta lag þegar þær eru að gera sig til fyrir djammið og fari oftar á djammið.“ Tónlist Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmyndbandið við lagið kemur út þann 28. júlí næstkomandi en lagið kom út á streymisveitunni Spotify í dag. Reykjavíkurdætur flytja lagið ásamt tónlistarkonunni Stepmom. Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru áhrifavaldurinn Binni Glee og TikTok stjarnan Elfgrime, eða Álfgrímur og fleiri karlleikarar sem flestir eru fáklæddir ef marka má markaðsefni Reykjavíkurdætra fyrir myndbandið. Hot Milf Summer vísar til hugtaksins Hot Girl Summer sem varð vinsælt á TikTok fyrr á þessu ári. Hugmyndin með hugtakinu er sú að konur grípi sumarið föstum tökum og lifi sínu besta lífi. Orðinu Girl hefur þó verið skipt út fyrir Milf, en fyrir þá sem ekki vita vísar orðið til þess að um sé að ræða móður sem er kynokkafull. Mæður bæði madonna og hóran á sama tíma Salka Valsdóttir, ein Reykjavíkurdætra og höfundur Hot Milf Summer, segir í samtali við Vísi að lagið hafi komið saman á mjög stuttum tíma. Hugmyndavinnan hafi farið af stað fyrir um tveimur vikum þegar sveitin fór saman í sumarbústað. „Þetta var dálítið manísk eldskírn þetta ferli. Við fórum uppí bústað saman eina helgi og það er svo mikið af stelpunum sem eru nýbakaðar mæður og við vorum að tala um að það væri gaman að gera eitthvað lag sem fagnaði því að vera móðir en á þannig hátt að þú sért ógeðslega heit og það sé gaman hjá þér,“ segir Salka í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) „Við vildum beina spjótum okkar að tvíeðlinu sem þrífst innan móðurhlutverksins, að vera bæði madonna og hóran á sama tíma. Það er grunnurinn að laginu og síðan pródúseraði ég þetta og það kom strax taktur. Síðan komu allar stelpurnar til mín og við tókum upp versin. Þetta gerðist allt bara á fimm dögum,“ segir Salka. Hot að vera með mömmumjaðmir, mömmumaga og mömmubrjóst Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leik- og tónlistarkona, er einn meðlimur Reykjavíkurdætra en hún er ein nýbakaðra mæðra í sveitinni. Hún segir mæður ekki fá næga athygli, alla vega ekki að mæður séu flóknar verur. „Ég held að flestar mæður á Íslandi séu sammála um það að það er ekki nógu mikið talað um það á Íslandi hversu hot það er að vera mamma. Það er eitthvað sem allir vita en enginn segir. En það er sjúklega hot og við ákváðum að semja lag sem væri tileinkað því að láta fólk vita hversu hot það er. Hvað er hot að vera með mömmumjaðmir og mömmumaga og mömmubrjóst,“ segir Þuríður Blær. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) Hún segir sumarið 2021 klárlega vera Hot Milf sumarið. Hún segist hafa upplifað það á eigin skinni hve ímynd kvenna breytist eftir að þær verða mæður. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður maður líka stundum óöruggur, það virðist vera að maður geti bara verið annað hvort eða. Þegar maður er búinn að eignast barn er maður allt öðruvísi. Líkaminn er allt öðruvísi og maður þarf að kynnast sér upp á nýtt og það er ekkert auðvelt. Maður getur ekki horfið aftur til fyrra lífs en það getur verið erfitt að finna sig aftur,“ segir Þuríður Blær. „Ég get alveg ímyndað mér að einhverjum eigi eftir að finnast þetta „triggerandi“ eða sjokkerandi að vera að tala um mæður sem kynverur, af því að samfélagið kennir okkur að þær séu annað hvort eða, annað hvort ertu „virgin,“ hóra eða móðir. En við erum auðvitað bara allt.“ Hún hvetur íslenskar mæður til að hlusta á lagið þegar þær gera sig til fyrir djammið. „Ég vil segja það frá móður til móður að ég vil að allar mæður hlusti á þetta lag þegar þær eru að gera sig til fyrir djammið og fari oftar á djammið.“
Tónlist Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira