Covid-19 vs. loftslagsvá? Þórunn Wolfram skrifar 19. júlí 2021 09:00 Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun