Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Samúel Karl Ólason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. júlí 2021 11:46 Frá ríkisstjórnarfundi í vor. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41