Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2021 23:03 Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í beinni útsendingu í 719 metra hæð ofan af Gunnólfsvíkurfjalli. Finnafjörður og Langanesströnd eru fyrir neðan. Einar Árnason Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Fjallað var um málið í beinni útsendingu af Gunnólfsvíkurfjalli í fréttum Stöðvar 2 þaðan sem horft var yfir Finnafjörð, svæðið sem búið er að skipuleggja sem stórskipahöfn. Þar var rætt við Jónas Egilsson, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Teikning af stórskipahöfn í Finnafirði.Grafík/Efla. En hverjar standa á bak við áformin? „Þetta eru tveir aðilar aðallega. Efla annarsvegar með samstarfsaðilum á bak við Finnafjarðarverkefnið. Og svo eru í skoðun möguleikar frá norska fyrirtækinu Zephyr, eða dótturfyrirtæki þess á Íslandi,“ sagði Jónas. Norska félagið Zephyr undirbýr vindorkuver í landi Eiðis. Efla og samstarfsaðilar eru að horfa á Sauðanesháls, Brekknaheiði , Langanesströnd og Digranes sunnan Bakkafjarðar en einnig svæði í Vopnafirði. Frá Brekknaheiði, ofan Þórshafnar. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Einar Árnason Sveitarstjórinn segir áformin skammt á veg komin. Þau hafi verið kynnt í sveitarstjórn. Jafnframt sé verið að reyna að koma þeim í rannsóknaráætlun til að meta þessa möguleika. En til hvers á að nota orkuna? „Hugmyndin er að framleiða vetni og ammoníak til þess að nota sem orku á skip, aðallega.“ -Erum menn þá að hugsa um að nýta hafnarsvæðið við Finnafjörð, stórskipahöfnina? „Já, það er hluti af hugmyndinni. Og jafnvel að vera með fiskeldi á landi.“ -Þið eruð á sama tíma að tala um þjóðgarð. Fer þetta saman við þjóðgarð á Langanesi? „Við erum að velta upp hugmyndum. Já og nei. Hugmyndir hérna í Finnafirði rekast ekki á þær. En hugmyndir sem eru um vindmyllugarð undir Heiðarfjalli þær myndu ekki ganga með þjóðgarði,“ svarar sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Langanesbyggð Orkumál Umhverfismál Vopnafjörður Þjóðgarðar Vindorka Tengdar fréttir Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Fjallað var um málið í beinni útsendingu af Gunnólfsvíkurfjalli í fréttum Stöðvar 2 þaðan sem horft var yfir Finnafjörð, svæðið sem búið er að skipuleggja sem stórskipahöfn. Þar var rætt við Jónas Egilsson, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Teikning af stórskipahöfn í Finnafirði.Grafík/Efla. En hverjar standa á bak við áformin? „Þetta eru tveir aðilar aðallega. Efla annarsvegar með samstarfsaðilum á bak við Finnafjarðarverkefnið. Og svo eru í skoðun möguleikar frá norska fyrirtækinu Zephyr, eða dótturfyrirtæki þess á Íslandi,“ sagði Jónas. Norska félagið Zephyr undirbýr vindorkuver í landi Eiðis. Efla og samstarfsaðilar eru að horfa á Sauðanesháls, Brekknaheiði , Langanesströnd og Digranes sunnan Bakkafjarðar en einnig svæði í Vopnafirði. Frá Brekknaheiði, ofan Þórshafnar. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Einar Árnason Sveitarstjórinn segir áformin skammt á veg komin. Þau hafi verið kynnt í sveitarstjórn. Jafnframt sé verið að reyna að koma þeim í rannsóknaráætlun til að meta þessa möguleika. En til hvers á að nota orkuna? „Hugmyndin er að framleiða vetni og ammoníak til þess að nota sem orku á skip, aðallega.“ -Erum menn þá að hugsa um að nýta hafnarsvæðið við Finnafjörð, stórskipahöfnina? „Já, það er hluti af hugmyndinni. Og jafnvel að vera með fiskeldi á landi.“ -Þið eruð á sama tíma að tala um þjóðgarð. Fer þetta saman við þjóðgarð á Langanesi? „Við erum að velta upp hugmyndum. Já og nei. Hugmyndir hérna í Finnafirði rekast ekki á þær. En hugmyndir sem eru um vindmyllugarð undir Heiðarfjalli þær myndu ekki ganga með þjóðgarði,“ svarar sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Langanesbyggð Orkumál Umhverfismál Vopnafjörður Þjóðgarðar Vindorka Tengdar fréttir Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30