Góður ársfjórðungur hjá Össuri Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 07:46 Höfuðstöðar Össurs að Grjóthálsi 5. Vísir/Villi Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 2,4 milljörðum króna eða 10 prósent af veltu. Á sama ársfjórðungi í fyrra var 2,3 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins. Rekstur stoðtækjafyrirtækisins Össurar er að taka við sér eftir erfitt rekstrarár af völdum Covid-19. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir þó að áhrifa faraldursins gæti enn á sumum mörkuðum. „Ég er sannarlega þakklátur viðskiptavinum okkar og stoltur af starfsmönnum Össurar um allan heim fyrir að halda áfram að hafa áhrif til góða fyrir viðskiptavini og notendur okkar“ segir forstjórinn í fréttatilkynningu um niðurstöður fyrir annan ársfjórðung 2021. Sala á ársfjórðunginum nam 190 milljónum Bandaríkjadala eða 24 milljörðum króna. Innri vöxtur var jákvæður um 32 prósent en söluvöxtur var jákvæður um 33 prósent í staðbundinni mynt. Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs var innri vöxtur neikvæður um 26 prósent og sölusamdráttur 23 prósent í staðbundinni mynt. Innri vöxtur var jákvæður um 30 prósent á stoðtækjum samanborið við 21 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi 2020. Innri vöxtur var jákvæður um 36 prósent á spelkum og stuðningsvörum samanborið við 32 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 5,3 milljörðum króna og var 22 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9 prósent á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 4,7 milljörðum króna eða 20 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og nam 7,2 milljörðum króna eða 16 prósent af sölu á fyrri helmingi ársins. Á öðrum ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á fyrirtækjum með alls 1,4 milljarð króna í ársveltu. Össur hefur uppfært stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur á þá leið að skuldsetningarhluthafllið hefur verið hækkað í 2.0x-3.0x nettó skuldir á móti EBITDA, úr 1.5-2.5x. Skuldsetningarhlutfallið var 3.0x í lok annars ársfjórðungs. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 10 til 15 prósent innri vexti, 21 til 23 prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3 til 4 prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23 til 2 prósent. Eins og stendur gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kring um miðju bilsins. Nýsköpun Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Rekstur stoðtækjafyrirtækisins Össurar er að taka við sér eftir erfitt rekstrarár af völdum Covid-19. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir þó að áhrifa faraldursins gæti enn á sumum mörkuðum. „Ég er sannarlega þakklátur viðskiptavinum okkar og stoltur af starfsmönnum Össurar um allan heim fyrir að halda áfram að hafa áhrif til góða fyrir viðskiptavini og notendur okkar“ segir forstjórinn í fréttatilkynningu um niðurstöður fyrir annan ársfjórðung 2021. Sala á ársfjórðunginum nam 190 milljónum Bandaríkjadala eða 24 milljörðum króna. Innri vöxtur var jákvæður um 32 prósent en söluvöxtur var jákvæður um 33 prósent í staðbundinni mynt. Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs var innri vöxtur neikvæður um 26 prósent og sölusamdráttur 23 prósent í staðbundinni mynt. Innri vöxtur var jákvæður um 30 prósent á stoðtækjum samanborið við 21 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi 2020. Innri vöxtur var jákvæður um 36 prósent á spelkum og stuðningsvörum samanborið við 32 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 5,3 milljörðum króna og var 22 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9 prósent á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 4,7 milljörðum króna eða 20 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og nam 7,2 milljörðum króna eða 16 prósent af sölu á fyrri helmingi ársins. Á öðrum ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á fyrirtækjum með alls 1,4 milljarð króna í ársveltu. Össur hefur uppfært stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur á þá leið að skuldsetningarhluthafllið hefur verið hækkað í 2.0x-3.0x nettó skuldir á móti EBITDA, úr 1.5-2.5x. Skuldsetningarhlutfallið var 3.0x í lok annars ársfjórðungs. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 10 til 15 prósent innri vexti, 21 til 23 prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3 til 4 prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23 til 2 prósent. Eins og stendur gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kring um miðju bilsins.
Nýsköpun Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira