Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 09:00 Hér eru Hákon Magnús, Metta Marit, prinsessa, og Erna Solberg, forsætisráðherra, við minningarathöfnina í morgun. EPA-EFE/GEIR OLSEN „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira