Svekkjandi tap í fyrsta leik Guðlaugs Victors Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 20:30 Guðlaugur Victor og hans menn byrja ekki vel í nýrri deild. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Schalke 04 er liðið tapaði 3-1 Hamburger SV í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í Gelsenkirchen í kvöld. Varamenn Hamburgar reyndust þeirra liði vel á lokakaflanum. Guðlaugur Victor skipti til Schalke í sumar frá Darmstadt og byrjaði leikinn sem djúpur miðjumaður hjá liði Schalke sem féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor. Andstæðingurinn var Hamburgar SV, en um er að ræða tvö sögufræg þýsk félög sem bæði stefna ótrauð upp í efstu deild að ári. Schalke byrjaði betur í Gelsenkirchen í kvöld þar sem framherjinn Simon Terodde kom liðinu í forystu með laglegri afgreiðslu eftir að hafa sloppið í gegn eftir skyndisókn á 7. mínútu. Markið var upprunalega dæmt af vegna rangstöðu en því var snúið við eftir endurskoðun myndbandsdómara. Robert Glatzel, framherji HSV, sem kom frá velska liðinu Cardiff City í sumar, fékk tækifæri til að skora í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið fékk vítaspyrnu á 28. mínútu. Hann lét hins vegar Michael Langer, markvörð Schalke, verja frá sér. 1-0 stóð í hléi en Glatzel gerði hins vegar upp fyrir mistökin snemma í síðari hálfleik þegar hann jafnaði metin er hann fylgdi eftir aukaspyrnu liðsfélaga síns sem Langer varði fyrir fætur hans. Allt virtist stefna í jafntefli en á 86. mínútu skoraði varamaðurinn Moritz Heyer annað mark HSV þar sem dekkning Schalke í teignum klikkaði og hann lagði boltann laglega af stuttu færi í netið. Schalke komst í tvígang nærri því að jafna í kjölfarið en Daniel Heuer Fernandes markmaður HSV varði vel. Hamburg fór eftir það í skyndisókn og Gambíumaðurinn Bakery Jatta, annar varamaður, skoraði frá markteig eftir fyrirgjöf frá vinstri til að innsigla 3-1 sigur Hamborgara. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn á miðju Schalke í kvöld. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Guðlaugur Victor skipti til Schalke í sumar frá Darmstadt og byrjaði leikinn sem djúpur miðjumaður hjá liði Schalke sem féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor. Andstæðingurinn var Hamburgar SV, en um er að ræða tvö sögufræg þýsk félög sem bæði stefna ótrauð upp í efstu deild að ári. Schalke byrjaði betur í Gelsenkirchen í kvöld þar sem framherjinn Simon Terodde kom liðinu í forystu með laglegri afgreiðslu eftir að hafa sloppið í gegn eftir skyndisókn á 7. mínútu. Markið var upprunalega dæmt af vegna rangstöðu en því var snúið við eftir endurskoðun myndbandsdómara. Robert Glatzel, framherji HSV, sem kom frá velska liðinu Cardiff City í sumar, fékk tækifæri til að skora í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið fékk vítaspyrnu á 28. mínútu. Hann lét hins vegar Michael Langer, markvörð Schalke, verja frá sér. 1-0 stóð í hléi en Glatzel gerði hins vegar upp fyrir mistökin snemma í síðari hálfleik þegar hann jafnaði metin er hann fylgdi eftir aukaspyrnu liðsfélaga síns sem Langer varði fyrir fætur hans. Allt virtist stefna í jafntefli en á 86. mínútu skoraði varamaðurinn Moritz Heyer annað mark HSV þar sem dekkning Schalke í teignum klikkaði og hann lagði boltann laglega af stuttu færi í netið. Schalke komst í tvígang nærri því að jafna í kjölfarið en Daniel Heuer Fernandes markmaður HSV varði vel. Hamburg fór eftir það í skyndisókn og Gambíumaðurinn Bakery Jatta, annar varamaður, skoraði frá markteig eftir fyrirgjöf frá vinstri til að innsigla 3-1 sigur Hamborgara. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn á miðju Schalke í kvöld.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira