Egyptar rúlluðu yfir Portúgala á lokakaflanum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:45 Egyptar eru komnir á blað í Tókýó. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Egyptaland vann frábæran 37-31 sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í B-riðli í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Egyptar stungu Portúgala af í síðari hálfleik eftir jafnan leik framan af. Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira