Víkingar ákveða í dag hvort þeir taki sæti Kríumanna í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:41 Víkingur lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. víkingur Víkingar ákveða seinna í dag hvort þeir taki sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta. Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira