Hert á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2021 12:10 Kamilla Sigríður segir fjölgun smita mikið áhyggjuefni. Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira