Listi Miðflokksins fær blendnar viðtökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 10:56 Hér má sjá listann sem var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í gær. Miðflokkurinn Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli. Þegar flokkurinn hefur birt lista sína á Facebook hafa þeir hingað til vakið lítil viðbrögð – aðeins fengið nokkrar jákvæðar athugasemdir, hamingjuóskir og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Það kvað við annan tón í gær þegar flokkurinn birti efstu sætin í Reykjavík suður því ásamt hinum hefðbundnu hamingjuóskum dyggra stuðningsmanna má finna afar harða gagnrýni á listann. Ljóst er af athugasemdunum að mörgum þykir Miðflokkurinn hér róa á heldur frjálslynd mið, með konu í oddvitasæti, samtals fjórar konur í efstu sex sætunum og tvær þeirra af erlendum uppruna. „Nei takk kýs ekki saumaklúbb,“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins til dæmis á Facebook. Sama staða er uppi í Reykjavík norður hjá flokknum; fjórar konur í efstu sex sætunum og kona sem leiðir listann. Þegar sá listi var kynntur fyrr í mánuðinum vakti hann þó engan vegin eins mikil viðbrögð og listinn í suðri. „Ekki hægt að kjósa flokk sem velur ekki hæfileika, heldur kyn. Sýnist þetta fólk ekki til stórræða, aldrei séð það áður,“ skrifar einn við færsluna. Fyrir honum virðist listinn í Reykjavík suður vera dropinn sem fyllti mælinn: „Það sama á við um aðra lista Miðflokks, allt óþekkt fólk nema formaðurinn sjálfur. Þarna skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn!“ „Er þetta einhver nýr flokkur?“ Það er Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, sem leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sætinu situr Danith Chan, gjaldkeri Miðflokksins í kraganum, en eiginmaður hennar, Sveinn Óskar Sigurðsson, er oddviti flokksins í Mosfellsbæ. „Hahaha SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] að reyna að breyta Miðflokknum í Kvennalistann til að eiga sjens í að ná inn manni/konu eftir að kannanir sýna að flokkurinn er að þurrkast út….“ skrifar einn við færsluna á Facebook. Miðflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í borginni en hann náði aðeins inn einum manni á þing í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, Þorsteini B. Sæmundssyni í suðri. Hann tapaði baráttunni um oddvitasæti fyrir komandi kosningar fyrir Fjólu Hrund í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í kjördæminu um helgina og er því á leið af þingi. „Hendið út reynslumanni með kjörþokka, nei takk!“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins á Facebook sem virðist sakna þingmannsins. „Er þetta einhver nýr flokkur?“ spyr annar. „Miðflokkurinn rær á gruggug mið, eins og hinir flokkarnir. Það veit ekki á neitt gott og óvíst með aflann,“ segir enn annar. Segir sig úr flokknum Listinn virðist þá einhverjum hreinlega tilefni til úrsagnar úr flokknum: „Ekki erfitt val, mun segja mig úr flokknum á morgun!“ skrifar einn við færsluna. Það er að minnsta kosti ljóst af umræðum við færsluna að margir sem hugðust kjósa flokkinn í kjördæminu hafa nú hætt við. Hversu marga nýja stuðningsmenn listinn á svo eftir að draga til sín verður að koma í ljós á næstu vikum. Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Miðflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25 Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Þegar flokkurinn hefur birt lista sína á Facebook hafa þeir hingað til vakið lítil viðbrögð – aðeins fengið nokkrar jákvæðar athugasemdir, hamingjuóskir og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Það kvað við annan tón í gær þegar flokkurinn birti efstu sætin í Reykjavík suður því ásamt hinum hefðbundnu hamingjuóskum dyggra stuðningsmanna má finna afar harða gagnrýni á listann. Ljóst er af athugasemdunum að mörgum þykir Miðflokkurinn hér róa á heldur frjálslynd mið, með konu í oddvitasæti, samtals fjórar konur í efstu sex sætunum og tvær þeirra af erlendum uppruna. „Nei takk kýs ekki saumaklúbb,“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins til dæmis á Facebook. Sama staða er uppi í Reykjavík norður hjá flokknum; fjórar konur í efstu sex sætunum og kona sem leiðir listann. Þegar sá listi var kynntur fyrr í mánuðinum vakti hann þó engan vegin eins mikil viðbrögð og listinn í suðri. „Ekki hægt að kjósa flokk sem velur ekki hæfileika, heldur kyn. Sýnist þetta fólk ekki til stórræða, aldrei séð það áður,“ skrifar einn við færsluna. Fyrir honum virðist listinn í Reykjavík suður vera dropinn sem fyllti mælinn: „Það sama á við um aðra lista Miðflokks, allt óþekkt fólk nema formaðurinn sjálfur. Þarna skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn!“ „Er þetta einhver nýr flokkur?“ Það er Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, sem leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sætinu situr Danith Chan, gjaldkeri Miðflokksins í kraganum, en eiginmaður hennar, Sveinn Óskar Sigurðsson, er oddviti flokksins í Mosfellsbæ. „Hahaha SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] að reyna að breyta Miðflokknum í Kvennalistann til að eiga sjens í að ná inn manni/konu eftir að kannanir sýna að flokkurinn er að þurrkast út….“ skrifar einn við færsluna á Facebook. Miðflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í borginni en hann náði aðeins inn einum manni á þing í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, Þorsteini B. Sæmundssyni í suðri. Hann tapaði baráttunni um oddvitasæti fyrir komandi kosningar fyrir Fjólu Hrund í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í kjördæminu um helgina og er því á leið af þingi. „Hendið út reynslumanni með kjörþokka, nei takk!“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins á Facebook sem virðist sakna þingmannsins. „Er þetta einhver nýr flokkur?“ spyr annar. „Miðflokkurinn rær á gruggug mið, eins og hinir flokkarnir. Það veit ekki á neitt gott og óvíst með aflann,“ segir enn annar. Segir sig úr flokknum Listinn virðist þá einhverjum hreinlega tilefni til úrsagnar úr flokknum: „Ekki erfitt val, mun segja mig úr flokknum á morgun!“ skrifar einn við færsluna. Það er að minnsta kosti ljóst af umræðum við færsluna að margir sem hugðust kjósa flokkinn í kjördæminu hafa nú hætt við. Hversu marga nýja stuðningsmenn listinn á svo eftir að draga til sín verður að koma í ljós á næstu vikum.
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Miðflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25 Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32
Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31