Stærsta verkefnið krefst skýrrar sýnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson skrifa 28. júlí 2021 13:00 Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun