Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Kjartan Valgarðsson skrifar 29. júlí 2021 13:30 Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjartan Valgarðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun