Delta-afbrigðið jafn smitandi og hlaupabóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 12:21 Hið bráðsmitandi delta-afbrigði tröllríður nú nánast allri heimsbyggðinni. getty/kosamtu Delta-afbrigði kórónuveirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venjulegu kvefi, árlegum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Talið er að delta-afbrigðið sé eins smitandi og hlaupabóla, sem er afar smitandi sjúkdómur. Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12