Að rýna í tölur – vegna fréttar RÚV 2. ágúst Kristjana Ásbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun