Ertu á leiðinni á Norðurlandið? Kíktu á þessa staði Ferðaeyjan.is 5. ágúst 2021 12:54 Bjórböðin eru vinsæll viðkomustaður á Norðurlandi. Ferðaeyjan fór í ferðalag á Norðurlandið og heimsótti Bjórböðin, Whales Watching Hauganes, Baccalá, heitu pottanda í Sandvíkufjöru á Hauganesi og Naustið. Ef þú ert á leiðinni í ferðalag um Norðurlandið, þá hvetjum við þig að kíkja í heimsókn á þessa staði. Á www.ferdaeyjan.is er hægt er að leita eftir og bóka gistingu og afþreyingu á Íslandi. Bjórböðin Kerið er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Bjórböðin á Árskógssandi er frábær staður til að slaka á og er í aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 30 mínútur ferðu úr baðinu og í slökunarherbergi í aðrar 20 mínútur. Útiaðstaðan er með heitum pottum með frábært útsýni út Eyjafjörðinn Í Bjórböðunum eru 7 ker og geta þau því tekið á móti 14 manns á klukkutíma og er í boði að fara einn eða tveir saman. Kerin eru einstök, handsmíðuð úr Kambala við frá litlu fjölskyldu fyrirtæki í Þýskalandi. Á staðnum er veitingastaður þar sem boðið er uppá ýmsa rétti og að sjálfsögðu bjór frá bruggsmiðjunni Kalda sem er staðsett rétt hjá. Veitingasalurinn er rúmgóður með stórum gluggum sem lýsir salinn upp og hentar hann afar vel fyrir hópa. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri - 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Frekari upplýsingar má finna hér. Hauganes Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustunni á Hauganesi sem er aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Ferðaeyjan heimsótti veitingastaðinn Baccalá, hvalaskoðunarfyrirtækið Whales Watching Hauganes og heitu pottarnir í fjörunni. Baccalá Restaurant Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskihúsinu hjá Ektafisk. Fyrir nokkrum árum útbjó fyrirtækið Ektafiskur fullkomið hátækni iðnaðar eldhús í gamla frystihúsinu á Hauganesi, sem hafði staðið nánast autt í fleiri ár. Þau notuðu það til að elda ýmsa rétti bæði fyrir hópa sem koma og sækja þau heim, eins til að senda fulleldaða rétti í mötuneyti. Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskihúsinu hjá Ektafisk. Sú hugmynd kviknaði síðan að stækka eldhúsið og opna veitingastað í viðbyggingunni og fékk þessi veitingastaður nafnið Baccalá. Baccalá þykir mjög skemmtilegur og spennandi veitingastaður sérstaklega fyrir börnin en fyrir framan veitingastaðinn er bátur sem börnin geta leikið sér í á meðan beðið er eftir matnum. Útiaðstaðan er skemmtilega hönnuð en verönd veitingastaðarins er eins og Víkingaskip. Matseðill er mjög fjölbreyttur og er m.a. hægt að fá sér hamborgara, kjúklingaborgara, pitsur, fiskréttir o.fl. Baccalá er einstaklega fjölskylduvænn veitingastaður og hentar vel fyrir stóra hópa sem vilja gera sér glaðan dag og snæða saman njóta útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn. Í sumar verður opið á Baccalá bar alla daga nema mánudaga, milli kl. 12-21. Alla jafna er lokað á veturna, nema fyrir hópa 20 manns eða fleiri. Nauðsynlegt er að panta borð í síma 620 1035. Whales Watching Hauganes Í hvalaskoðunarferðunum er mögulegt að sjá hnúfubaka, höfrunga, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar. Hvalaskoðunin á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins og gerir út tvo klassíska íslenska eikarbáta sem þykja einkar stöðugir og þægilegir. Í hvalaskoðunarferðunum er mögulegt að sjá hnúfubaka, höfrunga, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar. Hvalirnir voru að meðaltali í 20 mínútna fjarlægð frá Hauganesi og því stutt vegalengd til að líta þessar fallegu og jafnframt tignarlegu skepnur augum. Ferðaeyjan skellti sér í hvalaskoðunarferð og voru allar myndavélar og símar teknir upp enda eru hvalirnir lítið fyrir það að láta mannfólkið vita hvenær þeir ætla sér upp á yfirborðið. Hvalaskoðunarferðir Whales Watching gefur fólki ekki eingöngu tækifæri að sjá hvali heldur einnig að skoða fallegt umhverfi. Í hvalaskoðunarferðum Whales Watching er boðið upp á heitt kakó, kaffi og kleinur. Þær hvalategundir sem hafa látið sjá sig í hvalaskoðunarferðum Whales Watching Hauganes eru hnúfubakar, hrefnur, hnísur, háhyrninga, höfrungar og steypireyðar. Ekki þarf að sigla langt út Eyjafjörðin til að eiga möguleika að sjá hvalina en oftast láta þeir sjá sig eftir um 20 mín siglingu frá Hauganesi. Frekari upplýsingar má finna hér. Heitu pottarnir í Sandvíkufjöru Víkingaskipið nýtur mikilla vinsælda. Í Sandvíkurfjörunni á Hauganes er búið að setja upp þrjá stóra heita potta þar sem hægt er að njóta frábært útsýni inn Eyjafjörðinni. Einnig er búið að setja upp Víkingaskip, sem er heitur pottur, og nýtur mikilla vinsælda hjá börnum. Sandfjaran er frábær leikvöllur. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum. Við hvetjum alla ferðalanga sem heimsækja Hauganesið að skella sér í heitu pottana og njóta þá kyrrð sem Sandvíkurfjaran býður upp á. Naustið veitingastaður Húsið var byggt í kringum 1930 og flutt inn í heilu lagi frá Noregi. Naustið fallegur og kósý veitingastaður á Húsavík. Naustið er rekið í gömlu húsi sem var byggt í kringum 1930 og flutt inn í heilu lagi frá Noregi. Á aðalhæð veitingastaðarins er fallegur veitingasalur með svölum en á efri hæðinni er setustofa. minni salur og fundaraðstaða. Við húsið er verönd þar sem hægt er að setjast niður og snæða góðan mat en í garðinum er elsta og fyrsta baðkar Húsavíkurbæjar sem nú er nýtt sem blómapottur. Fyrir utan veitingastaðinn er gamall traktor sem setur skemmtilegan svip á garð veitingastaðarins. Naustið leggur mikla áherslu á að sækja hráefni sitt úr nærsveitum og búa allt það helsta sem snertir matargerð frá grunni t.d. sósur, krydd o.fl. Ferðaeyjan fékk það tækifæri að smakka ýmsa rétti af matseðli Naustsins m.a. kjötrétti og fiskrétti var ljóst að lögð er mikil áherslu á vandaða matargerð og framsetningu matarsins til gesta. Frekari upplýsingar má finna hér. Allar myndir og myndbönd sem birtast í þessari umfjöllun eru tekin upp í samstarfi við Camillu Hólm Jóhannsdóttur. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Ferðaeyjan fór í ferðalag á Norðurlandið og heimsótti Bjórböðin, Whales Watching Hauganes, Baccalá, heitu pottanda í Sandvíkufjöru á Hauganesi og Naustið. Ef þú ert á leiðinni í ferðalag um Norðurlandið, þá hvetjum við þig að kíkja í heimsókn á þessa staði. Á www.ferdaeyjan.is er hægt er að leita eftir og bóka gistingu og afþreyingu á Íslandi. Bjórböðin Kerið er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Bjórböðin á Árskógssandi er frábær staður til að slaka á og er í aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 30 mínútur ferðu úr baðinu og í slökunarherbergi í aðrar 20 mínútur. Útiaðstaðan er með heitum pottum með frábært útsýni út Eyjafjörðinn Í Bjórböðunum eru 7 ker og geta þau því tekið á móti 14 manns á klukkutíma og er í boði að fara einn eða tveir saman. Kerin eru einstök, handsmíðuð úr Kambala við frá litlu fjölskyldu fyrirtæki í Þýskalandi. Á staðnum er veitingastaður þar sem boðið er uppá ýmsa rétti og að sjálfsögðu bjór frá bruggsmiðjunni Kalda sem er staðsett rétt hjá. Veitingasalurinn er rúmgóður með stórum gluggum sem lýsir salinn upp og hentar hann afar vel fyrir hópa. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri - 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Frekari upplýsingar má finna hér. Hauganes Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustunni á Hauganesi sem er aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Ferðaeyjan heimsótti veitingastaðinn Baccalá, hvalaskoðunarfyrirtækið Whales Watching Hauganes og heitu pottarnir í fjörunni. Baccalá Restaurant Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskihúsinu hjá Ektafisk. Fyrir nokkrum árum útbjó fyrirtækið Ektafiskur fullkomið hátækni iðnaðar eldhús í gamla frystihúsinu á Hauganesi, sem hafði staðið nánast autt í fleiri ár. Þau notuðu það til að elda ýmsa rétti bæði fyrir hópa sem koma og sækja þau heim, eins til að senda fulleldaða rétti í mötuneyti. Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskihúsinu hjá Ektafisk. Sú hugmynd kviknaði síðan að stækka eldhúsið og opna veitingastað í viðbyggingunni og fékk þessi veitingastaður nafnið Baccalá. Baccalá þykir mjög skemmtilegur og spennandi veitingastaður sérstaklega fyrir börnin en fyrir framan veitingastaðinn er bátur sem börnin geta leikið sér í á meðan beðið er eftir matnum. Útiaðstaðan er skemmtilega hönnuð en verönd veitingastaðarins er eins og Víkingaskip. Matseðill er mjög fjölbreyttur og er m.a. hægt að fá sér hamborgara, kjúklingaborgara, pitsur, fiskréttir o.fl. Baccalá er einstaklega fjölskylduvænn veitingastaður og hentar vel fyrir stóra hópa sem vilja gera sér glaðan dag og snæða saman njóta útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn. Í sumar verður opið á Baccalá bar alla daga nema mánudaga, milli kl. 12-21. Alla jafna er lokað á veturna, nema fyrir hópa 20 manns eða fleiri. Nauðsynlegt er að panta borð í síma 620 1035. Whales Watching Hauganes Í hvalaskoðunarferðunum er mögulegt að sjá hnúfubaka, höfrunga, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar. Hvalaskoðunin á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins og gerir út tvo klassíska íslenska eikarbáta sem þykja einkar stöðugir og þægilegir. Í hvalaskoðunarferðunum er mögulegt að sjá hnúfubaka, höfrunga, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar. Hvalirnir voru að meðaltali í 20 mínútna fjarlægð frá Hauganesi og því stutt vegalengd til að líta þessar fallegu og jafnframt tignarlegu skepnur augum. Ferðaeyjan skellti sér í hvalaskoðunarferð og voru allar myndavélar og símar teknir upp enda eru hvalirnir lítið fyrir það að láta mannfólkið vita hvenær þeir ætla sér upp á yfirborðið. Hvalaskoðunarferðir Whales Watching gefur fólki ekki eingöngu tækifæri að sjá hvali heldur einnig að skoða fallegt umhverfi. Í hvalaskoðunarferðum Whales Watching er boðið upp á heitt kakó, kaffi og kleinur. Þær hvalategundir sem hafa látið sjá sig í hvalaskoðunarferðum Whales Watching Hauganes eru hnúfubakar, hrefnur, hnísur, háhyrninga, höfrungar og steypireyðar. Ekki þarf að sigla langt út Eyjafjörðin til að eiga möguleika að sjá hvalina en oftast láta þeir sjá sig eftir um 20 mín siglingu frá Hauganesi. Frekari upplýsingar má finna hér. Heitu pottarnir í Sandvíkufjöru Víkingaskipið nýtur mikilla vinsælda. Í Sandvíkurfjörunni á Hauganes er búið að setja upp þrjá stóra heita potta þar sem hægt er að njóta frábært útsýni inn Eyjafjörðinni. Einnig er búið að setja upp Víkingaskip, sem er heitur pottur, og nýtur mikilla vinsælda hjá börnum. Sandfjaran er frábær leikvöllur. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum. Við hvetjum alla ferðalanga sem heimsækja Hauganesið að skella sér í heitu pottana og njóta þá kyrrð sem Sandvíkurfjaran býður upp á. Naustið veitingastaður Húsið var byggt í kringum 1930 og flutt inn í heilu lagi frá Noregi. Naustið fallegur og kósý veitingastaður á Húsavík. Naustið er rekið í gömlu húsi sem var byggt í kringum 1930 og flutt inn í heilu lagi frá Noregi. Á aðalhæð veitingastaðarins er fallegur veitingasalur með svölum en á efri hæðinni er setustofa. minni salur og fundaraðstaða. Við húsið er verönd þar sem hægt er að setjast niður og snæða góðan mat en í garðinum er elsta og fyrsta baðkar Húsavíkurbæjar sem nú er nýtt sem blómapottur. Fyrir utan veitingastaðinn er gamall traktor sem setur skemmtilegan svip á garð veitingastaðarins. Naustið leggur mikla áherslu á að sækja hráefni sitt úr nærsveitum og búa allt það helsta sem snertir matargerð frá grunni t.d. sósur, krydd o.fl. Ferðaeyjan fékk það tækifæri að smakka ýmsa rétti af matseðli Naustsins m.a. kjötrétti og fiskrétti var ljóst að lögð er mikil áherslu á vandaða matargerð og framsetningu matarsins til gesta. Frekari upplýsingar má finna hér. Allar myndir og myndbönd sem birtast í þessari umfjöllun eru tekin upp í samstarfi við Camillu Hólm Jóhannsdóttur.
Allar myndir og myndbönd sem birtast í þessari umfjöllun eru tekin upp í samstarfi við Camillu Hólm Jóhannsdóttur.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira