Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 19:47 Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.” Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.”
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira