Styðjum áfram öflugt íþrótta- og frístundastarf Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Þátttaka í íþróttum eða öðrum tómstundum hefur almennt reynst einstaklingum til góða m.t.t. heilsu, félagslífs og annarra þátta sem bæta lífsgæði. Vegna þessa er mikil áhersla lögð á að einstaklingar hafi tækifæri til að taka þátt í íþróttum eða öðrum tómstundum. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga, en það hefur góð áhrif á þroska þeirra og heilsu að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Því er mikilvægt að ná að virkja börn og tryggja um leið jöfn tækifæri allra til slíkrar þátttöku, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Slíkt stuðlar auk þess að aukinni hreyfingu, bættri lýðheilsu og tryggir enn frekar fjölbreytta tómstundaiðkun hér á landi. Frístundastyrkur Meðal þeirra aðgerða sem komið hafa til framkvæmda er sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur til tekjulágra heimila. Styrkurinn er veittur til barna innan sveitarfélags til niðurgreiðslu eða fullri greiðslu á skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Börn og unglingar, sem hefðu mögulega ekki getað stundað þá tómstund sem þau hafa áhuga á vegna efnahags eða félagslegra aðstæðna, hafa nú aukin tækifæri með þessari góðu aðgerð. Styrkurinn hefur reynst árangursríkur og við höfum séð góðar niðurstöður í sveitarfélögum eins og Hafnarfirði og Kópavogi varðandi þátttöku barna og unglinga í skipulögðu starfi. Sem dæmi um þetta má nefna nýjustu tölur í Hafnarfirði, en þar var frístundastyrkurinn hækkaður nýlega, aldursviðmið hækkuð og reglur um notkun hans rýmkaðar. Tölurnar segja okkur að börnum og unglingum sem iðka íþrótt eða tómstund og nota frístundastyrkinn hefur farið fjölgandi. Meirihluti barna og unglinga í bænum iðka einhverja skipulagða íþrótt eða tómstund. Þetta er jákvæð þróun, styrkir einstaklinginn og samfélagið í heild. Tækifæri eldri borgara Kostirnir við iðkun íþrótta eða tómstundar takmarkast þó ekki við börn og ungmenni. Sveitarfélög hafa horft á jákvæð áhrif frístundastyrksins á lýðheilsu. Þá hefur einnig verið horft til eldri borgara í því samhengi, en frístundaiðkun getur leitt til verulegra félagslegra og heilsufarslegra hagsbóta þess hóps einnig. Þarna liggja tækifæri til bættrar lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Þess má geta að Hafnafjörður er fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að bjóða eldri borgurum frístundastyrk. Mikil ánægja hefur verið með styrkinn, hann vel nýttur og hefur haft jákvæð áhrif á heilsueflingu eldra fólks. Nú eru tækifæri til að halda áfram, þróa og styðja enn betur við öflugt skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Áfram veginn. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka í íþróttum eða öðrum tómstundum hefur almennt reynst einstaklingum til góða m.t.t. heilsu, félagslífs og annarra þátta sem bæta lífsgæði. Vegna þessa er mikil áhersla lögð á að einstaklingar hafi tækifæri til að taka þátt í íþróttum eða öðrum tómstundum. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga, en það hefur góð áhrif á þroska þeirra og heilsu að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Því er mikilvægt að ná að virkja börn og tryggja um leið jöfn tækifæri allra til slíkrar þátttöku, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Slíkt stuðlar auk þess að aukinni hreyfingu, bættri lýðheilsu og tryggir enn frekar fjölbreytta tómstundaiðkun hér á landi. Frístundastyrkur Meðal þeirra aðgerða sem komið hafa til framkvæmda er sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur til tekjulágra heimila. Styrkurinn er veittur til barna innan sveitarfélags til niðurgreiðslu eða fullri greiðslu á skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Börn og unglingar, sem hefðu mögulega ekki getað stundað þá tómstund sem þau hafa áhuga á vegna efnahags eða félagslegra aðstæðna, hafa nú aukin tækifæri með þessari góðu aðgerð. Styrkurinn hefur reynst árangursríkur og við höfum séð góðar niðurstöður í sveitarfélögum eins og Hafnarfirði og Kópavogi varðandi þátttöku barna og unglinga í skipulögðu starfi. Sem dæmi um þetta má nefna nýjustu tölur í Hafnarfirði, en þar var frístundastyrkurinn hækkaður nýlega, aldursviðmið hækkuð og reglur um notkun hans rýmkaðar. Tölurnar segja okkur að börnum og unglingum sem iðka íþrótt eða tómstund og nota frístundastyrkinn hefur farið fjölgandi. Meirihluti barna og unglinga í bænum iðka einhverja skipulagða íþrótt eða tómstund. Þetta er jákvæð þróun, styrkir einstaklinginn og samfélagið í heild. Tækifæri eldri borgara Kostirnir við iðkun íþrótta eða tómstundar takmarkast þó ekki við börn og ungmenni. Sveitarfélög hafa horft á jákvæð áhrif frístundastyrksins á lýðheilsu. Þá hefur einnig verið horft til eldri borgara í því samhengi, en frístundaiðkun getur leitt til verulegra félagslegra og heilsufarslegra hagsbóta þess hóps einnig. Þarna liggja tækifæri til bættrar lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Þess má geta að Hafnafjörður er fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að bjóða eldri borgurum frístundastyrk. Mikil ánægja hefur verið með styrkinn, hann vel nýttur og hefur haft jákvæð áhrif á heilsueflingu eldra fólks. Nú eru tækifæri til að halda áfram, þróa og styðja enn betur við öflugt skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Áfram veginn. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun