Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2021 08:25 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að styrkurinn sé einn sá hæsti sem veittur hafi verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemi um 3,9 milljónum evra, eða tæplega 600 milljónum króna. Þetta væri jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni væri styrkt af sjóðnum. Markmið Silfurbergs-verkefnisins væri að byggja nýja hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem muni fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar sem síðan verði dælt niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þar með muni Orka náttúrunnar skipa sér í fremsta flokk grænnar jarðvarmanýtingar með sporlausri framleiðslu rafmagns og varma. „Það er mikil viðurkenning fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og Carbfix að fá svo veglegan styrk úr nýsköpunarsjóðnum og til merkis um að kolefnisförgun með Carbfix tækninni er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinanna,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbafix í tilkynningu. Þá segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar: „Nýja loftslagsskýrslan frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að við verðum öll að gera betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan frá ON – hvorttveggja rafmagnið og heita vatnið – er græn en við viljum, verðum og ætlum að gera enn betur. Á grunni styrksins stígum við stórt skref í átt að sporlausri starfsemi, metnaðarfullri og um leið nauðsynlegri vegferð sem öll fyrirtæki ættu að taka þátt í.“ Orkumál Umhverfismál Evrópusambandið Nýsköpun Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að styrkurinn sé einn sá hæsti sem veittur hafi verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemi um 3,9 milljónum evra, eða tæplega 600 milljónum króna. Þetta væri jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni væri styrkt af sjóðnum. Markmið Silfurbergs-verkefnisins væri að byggja nýja hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem muni fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar sem síðan verði dælt niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þar með muni Orka náttúrunnar skipa sér í fremsta flokk grænnar jarðvarmanýtingar með sporlausri framleiðslu rafmagns og varma. „Það er mikil viðurkenning fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og Carbfix að fá svo veglegan styrk úr nýsköpunarsjóðnum og til merkis um að kolefnisförgun með Carbfix tækninni er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinanna,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbafix í tilkynningu. Þá segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar: „Nýja loftslagsskýrslan frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að við verðum öll að gera betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan frá ON – hvorttveggja rafmagnið og heita vatnið – er græn en við viljum, verðum og ætlum að gera enn betur. Á grunni styrksins stígum við stórt skref í átt að sporlausri starfsemi, metnaðarfullri og um leið nauðsynlegri vegferð sem öll fyrirtæki ættu að taka þátt í.“
Orkumál Umhverfismál Evrópusambandið Nýsköpun Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira