Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 13:15 Teiknuð mynd af geimfara í xEMU geimbúningi á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021 Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira