Forsetinn farinn úr landi - afganska stjórnin riðar til falls Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 13:55 Ashraf Ghani er sitjandi forseti Afganistan. Wali Sabawoon/Getty Ashraf Ghani, sem hefur verið forseti Afganistan frá 2014, hefur samkvæmt afgönskum fjölmiðlum flúið land undan talíbönum, sem hafa komið sér fyrir í Kabúl. Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt. Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt.
Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56
Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54