Aþena án heimavallar og segir „óvild“ Stjörnumanna um að kenna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 11:30 Bergþóra Holton, sem hefur þjálfað fyrir Aþenu, verður í leikmannahópi liðsins í vetur. vísir/vilhelm Kvennalið Aþenu er án heimavallar nú þegar rúmur mánuður er í að liðið leiki í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í körfubolta. Félagið sakar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að hafa komið í veg fyrir að Aþena spilaði heimaleiki sína á Álftanesi. Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október. Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október.
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira