Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 11:40 Birgir Jónsson forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfnum Play hefði verið boðið að taka á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli, gegn því að fá fastráðningu í vetur. Birgir Jónsson forstjóri félagsins segir aðeins um tillögu að ræða. Fastráðnu starfsfólki væri í sjálfsvald sett hvort það vildi lækka í starfshlutfalli svo hægt væri að dreifa vinnunni á fleira starfsfólk en samningar þess rynnu annars út í haust. „Hvort það sé leið til þess að raunverulega tryggja fleirum vinnu í vetur, með því að leita eftir sjálfboðaliðum af þeim sem eru fastráðnir eða í fullu starfi um að minnka starfshlutfallið sitt svo að vinnan sem við sjáum fyrir okkur í vetur dreifist á fleiri hausa,“ segir Birgir. Fólkið sem fer í haust verði fyrst inn í vor Útlit sé fyrir að umsvif Play aukist næsta vor, þegar félagið byrji flug til Bandaríkjanna. Það starfsfólk sem ekki fengi vinnu í vetur yrði þá fyrst inn. „Við í raun og veru köstum þessu fram sem umræðupunkti og það hafa bara margir tekið jákvætt í þetta, enda hentar þetta fólki misvel. Það er engin skylda að gera þetta, en sumir eru í skóla eða jafnvel í annarri vinnu, því það lá alltaf fyrir að vinnan hjá okkur fyrstu mánuðina yrði frekar lítil, því við erum að hefja starfsemi í miðjum veirufaraldri.“ Birgir segir tillöguna og viðbrögðin til marks um góðan starfsanda hjá fyrirtækinu og leggur áherslu á að ekki sé um afarkosti að ræða og starfshlutfall fastráðinna starfsmanna verði ekki skert að fyrra bragði. Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Már Ottesen, varaformaður Íslenska flugstéttafélagsins, að málið væri til skoðunar hjá félaginu og lagði áherslu á að úrræðið ætti að vera valfrjálst. Félagið stæði með sínum félagsmönnum og gerði kröfu um að staðið væri við gerða kjarasamninga. Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfnum Play hefði verið boðið að taka á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli, gegn því að fá fastráðningu í vetur. Birgir Jónsson forstjóri félagsins segir aðeins um tillögu að ræða. Fastráðnu starfsfólki væri í sjálfsvald sett hvort það vildi lækka í starfshlutfalli svo hægt væri að dreifa vinnunni á fleira starfsfólk en samningar þess rynnu annars út í haust. „Hvort það sé leið til þess að raunverulega tryggja fleirum vinnu í vetur, með því að leita eftir sjálfboðaliðum af þeim sem eru fastráðnir eða í fullu starfi um að minnka starfshlutfallið sitt svo að vinnan sem við sjáum fyrir okkur í vetur dreifist á fleiri hausa,“ segir Birgir. Fólkið sem fer í haust verði fyrst inn í vor Útlit sé fyrir að umsvif Play aukist næsta vor, þegar félagið byrji flug til Bandaríkjanna. Það starfsfólk sem ekki fengi vinnu í vetur yrði þá fyrst inn. „Við í raun og veru köstum þessu fram sem umræðupunkti og það hafa bara margir tekið jákvætt í þetta, enda hentar þetta fólki misvel. Það er engin skylda að gera þetta, en sumir eru í skóla eða jafnvel í annarri vinnu, því það lá alltaf fyrir að vinnan hjá okkur fyrstu mánuðina yrði frekar lítil, því við erum að hefja starfsemi í miðjum veirufaraldri.“ Birgir segir tillöguna og viðbrögðin til marks um góðan starfsanda hjá fyrirtækinu og leggur áherslu á að ekki sé um afarkosti að ræða og starfshlutfall fastráðinna starfsmanna verði ekki skert að fyrra bragði. Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Már Ottesen, varaformaður Íslenska flugstéttafélagsins, að málið væri til skoðunar hjá félaginu og lagði áherslu á að úrræðið ætti að vera valfrjálst. Félagið stæði með sínum félagsmönnum og gerði kröfu um að staðið væri við gerða kjarasamninga.
Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira